Góð bleikjuveiði á Þingvöllum

Fallegar bleikjur úr Þingvallavatni.
Fallegar bleikjur úr Þingvallavatni. veidikoryið

Veiðikortið greinir frá því að bleikjuveiði á Þingvöllum hafi verið áberandi góð í sumar og sé nú á mikilli uppleið

Fram kemur að það sem af er sumri hefur veiðin verið frábær og þarf að horfa þarf aftur til ársins 2000 til að finna sambærilegt veiðisumar. Margir veiðimenn hafa auk þess verið að fá rígvænar bleikjur og óvanalega margar.

Síðustu tvö til þrjú sumur hefur bleikjuveiðin verið léleg og margir veiðimenn haft áhyggjur af hnignun bleikjustofnsins. Aðrir hafa tengt slaka bleikjuveiði síðustu ára við að fæðuframboð bleikjunnar færi fram á meira dýpi og fjær landi.

Að mati Veiðikortsins virðist seinni kenningin líklegri enda virðist bleikjustofninn núna vera í góðum málum. Í þjóðgarðinum virðist vera nóg af bleikju og margar mjög vænar og ekki óalgengt að menn séu að fá margar 2 til 3 punda bleikjur til viðbótar við stærri. 

Þórarinn Helgason með boltableikju úr Þingvallavatni á dögum.
Þórarinn Helgason með boltableikju úr Þingvallavatni á dögum. Veidikortið
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert