Fór vel af stað í Ölfusá

Viktor Óskarsson með fyrsta lax sumarsins úr Ölfusá.
Viktor Óskarsson með fyrsta lax sumarsins úr Ölfusá. svfs

Stangveiðifélag Selfoss opnaði í morgun með viðhöfn veiðisvæðið félags við Ölfusá fyrir löndum jarðanna Fossnes og Hellis. 

Það var Páll Árnason heiðursfélagi félagsins sem flaggaði venju samkvæmt og þá voru kaffi og veitingar bornar fram í nýbyggðu húsnæði félagsins við Víkina við Ölfusá.

Það var svo formaður félagsins, Guðmundur Marías Jensson, sem opnaði ána ásamt Helga Sigurði Haraldssyni forseta bæjarstjórnar Selfoss.

Fram kemur að á þessum fyrsta veiðidegi veiddust fjórir laxar sem allir voru bústnir, bjartir og fallegir fiskar.

Fyrsti laxinn sem náðist á land fékk Viktor Óskarsson sem vigtaður var 2,2 kg í Klettsvíkinni og skömmu síðar fékk Agnar Pétursson 5,5 kg lax í Víkinni. 

Agnar Pétursson með 5.5 kg lax veiddan í Víkinni á …
Agnar Pétursson með 5.5 kg lax veiddan í Víkinni á opnunardaginn. svfs
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert