Skáskorin Sunray og fasani

Silungafluga vikunnar er Pheasant Tail. Púpa sem er til í ...
Silungafluga vikunnar er Pheasant Tail. Púpa sem er til í mörgum útfærslum og ætti alltaf að vera í fluguboxi silungsveiðimannsins. mbl.is/Árni Sæberg

Í sumar munum við kynna eina flugu í viku hverri fyrir bæði lax og silung. Við fengum Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu til að velja þessar flugur fyrir okkur. Hér birtast þær fyrstu.

Sunray Shadow fleyguð

Fjölmörg afbrigði eru til af hinni vinsælu Sunray Shadow.

Þessi útfærsla, svokölluð skáskorin Sunray er fleyguð að framan og hefur gefið mörgum veiðimönnum góða veiði síðustu sumur.

Það má bæði veiða á hana á dauðareki með sökkenda en einnig á hröðu strippi með flotlínu.  Nýrunninn lax stenst hana ekki. 

Pheasant Tail

Ef þú ert á leið í silungsveiði aðeins með eina flugur þá velur þú Pheasant Tail. Þetta er gömul alþjóðleg púpa sem tælir silung um allan heim.  Fjölmargar gerðir og útfærslur eru til af Pheasant Tail, bæði þyngdar og óþyngdar. 

Árangursrík aðferð við veiðar með Pheasant Tail er andstreymisköst með tökuvara. Ef þessi fluga er ekki í boxinu nú þegar væri góður leikur að bæta úr því strax.

Skáskorin eða fleyguð Sunray er mögnuð fluga og þessi útfærsla ...
Skáskorin eða fleyguð Sunray er mögnuð fluga og þessi útfærsla þar sem skáskorið er framan af henni, er mjög vinsæl um þessar mundir. mbl.is/Árni Sæberg
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6