Vikulegar veiðitölur

Þýskur veiðimaður með 20 punda hæng sem veiddist á Haug ...
Þýskur veiðimaður með 20 punda hæng sem veiddist á Haug nr. 14 í Neðri-Kæli í Víðidalsá síðastliðinn þriðjudag. Þar fer veiðin fremur rólega af stað. Stefán Kristjánsson

Samantekt á vikulegum veiðitölum úr laxveiðiám landsins birtust snemma í morgun á vef Landssambands veiðifélaga, en hún nær frá 27. júní til 4. júlí. Þverá/Kjarrá er sem fyrr efst á listanum og eftir mjög góða veiðiviku og þar er veiðin komin í 843 laxa og þar veiddust 391 lax síðastliðna viku.

Á sama tíma fyrir ári stóð heildarveiðin í Þverá/Kjarrá í 656 löxum og veiðin núna því orðin 187 löxum meiri eða tæp 30% aukning á milli ára.

Veiðisvæðið við Urriðafoss í Þjórsá er í öðru sæti og komið í alls 577 laxa og þar hefur veiðin gengið mjög vel og var vikuveiðin 186 laxar. Þar er nú veiðin orðin 142 löxum meiri en á sama tíma í fyrra. 

Norðurá í Borgarfirði er í þriðja sæti með 557 laxa með vikuveiði upp á 207 laxa sem er mjög sambærilegt og á sama tíma í fyrra.

Hér er listinn yfir 11 efstu árnar eins og staðan er þessa vikuna.

 1. Þverá og Kjarrá 843 laxar - vikuveiði 391 laxar (656 á sama tíma 2017)
 2. Urriðafoss í Þjórsá 577 laxa - vikuveiði 186 laxar (435 á sama tíma 2017)
 3. Norðurá 557 laxar - vikuveiði 207 laxar (575 á sama tíma 2017)
 4. Miðfjarðará 320 laxar - vikuveiði 143 laxar (451 á sama tíma 2017)
 5. Haffjarðará 320 laxar - vikuveiði 167 laxar (312 á sama tíma 2017)
 6. Blanda 299 laxar - vikuveiðin 124 laxar (371 á sama tíma 2017)
 7. Elliðaárnar 228 laxar - vikuveiði 111 laxar (238 á sama tíma 2017)
 8. Ytri-Rangá 208 laxar - vikuveiði 142 laxar (365 á sama tíma 2017)
 9. Langá 196 laxar - vikuveiði 115 laxar (331 á sama tíma 2017)
 10. Brennan 188 laxar - vikuveiði 87 laxar (150 á sama tíma 2017)
 11. Grímsá og Tunguá 175 laxar - vikuveiði 101 laxar (233 á sama tíma 2017)

 Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6