Lítur vel út með smálaxinn

Breski veiðimaðurinn Simon brosir sínu breiðasta með tveggja ára lax …
Breski veiðimaðurinn Simon brosir sínu breiðasta með tveggja ára lax úr Húseyarkvísl. Tekinn á Sunray. Ljósmynd/Aðsend

Víða á Vesturlandi er kominn kraftur í smálaxagöngur. Neðst í Langá, Grímsá, Laxá í Kjós og víðar er mikið af fiski á neðri svæðum. Vatnsmiklir fossar og kalt vatn hægja á dreifingu fisksins. Það mun ekki gerast af krafti fyrr en sumarið lætur sjá sig.

Ólafur Kr. Ólafsson var við veiðar í Soginu í vikunni og fékk með félögum sínum tíu laxa á einum degi. Hann sagði í samtali við Sporðaköst að fiskur hefði verið í nánast öllum veiðistöðum en þeir félagar voru að veiða Bíldsfellssvæðið. "Smálaxinn var að koma inn af fullum krafti."

Svipaða sögu er að segja af Þjórsá en þar eru mjög stórar smálaxagöngur og mikið af fiski í Urriðafossi.

Smálax mættur í Húseyjarkvísl

Veiðin í Húseyjarkvísl hefur gengið ágætlega. þar eru nú komnir á land fimmtíu laxar og smálaxinn er farinn að láta sjá sig. Valgarður Ragnarsson leigutaki er í leiðsögn með veiðimönnum við ána og segir hann afar ánægjulegt að sjá smálaxinn mæta. "Þetta er frekar snemmt hjá okkur að hann sé mættur. Og hann virðist vera í meira magni en oft áður. Fiskur hefur dreift sér vel um ána. Það sem helst hefur truflað okkur er mikill vindur síðustu daga. En það hlýtur að lagast ef kemur sumar," sagði Valli í samtali við Sporðaköst.

Í bland við smálaxinn kemur meira af tveggja ára laxi og oftar en ekki mæta stóru hængarnir á þessum tíma.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert