Tvær ár yfir þúsund laxa

Gísli Þór Axelsson við Eystri - Rangá með fisk úr …
Gísli Þór Axelsson við Eystri - Rangá með fisk úr ánni. Eystri - Rangá kemst nú inn á topplistann og er mun betri veiði þar en í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Nýjar veiðitölur á vef Landssambands veiðifélaga gefa til kynna að ágæt vika er að baki. Tölurnar eru glænýjar og voru teknar saman í gærkvöldi. Samantektin spannar veiðina frá 11. til 18. júlí. Veiði var víða ágæt og bætist Eystri-Rangá á listann yfir efstu tíu árnar. Veiðin þar er komin í 555 laxa og gaf hún 339 laxa í vikunni. Ef veiðin er borin saman við svipaðan tíma í fyrra þá höfðu veiðst 201 laxar. Veiðin nú er orðin tæplega þrisvar sinnum meiri en í fyrra.

Í efsta sæti á listanum eru Þverá og Kjarará en þar hafa veiðst 1.525 laxar. Þar hefur veiðin gengið afar vel og veiddust alls 339 í liðinni viku. Á svipuðum tíma í fyrra höfðu veiðst 1.238 laxar og er því veiðin nú orðin 287 löxum meiri.

Í öðru sæti á listanum er Norðurá og er hún önnur áin sem fer yfir 1.000 laxa þetta árið. Veiðin er komin í alls 1.125 laxa og hefur veiðin gengið vel en  síðasta vika skilaði 291 laxi. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 794 laxar og veiðin nú orðin 331 laxi meiri.

Í þriðja sæti er Urriðafoss í Þjórsá en þar er veiðin komin í 842 laxa. 124 laxar veiddust í vikunni. Í fyrra var lokatalan í Urriðafossi 755 laxar og er veiðin nú orðin 87 löxum meiri en heildartalan í fyrra.

Hér er listi yfir tíu efstu árnar þessa vikuna. Í sviga fyrir aftan vikuveiði er staða veiði í fyrra 19.07.2017 og plús eða mínus eftir því hvort veiðin er meiri eða minni en í fyrra.

  1. Þverá og Kjarará 1.525 laxar - vikuveiði 339 laxar. (1.238)+
  2. Norðurá 1.125 laxar - vikuveiði 291 laxar. (794)+
  3. Urriðafoss í Þjórsá 842 laxar - vikuveiði 124 laxar. (583)+
  4. Miðfjarðará 759 laxar - vikuveiði 244 laxar. (1.202)-
  5. Ytri-Rangá 748 laxar - vikuveiði 347 laxar. (902)-
  6. Haffjarðará 722 laxar - vikuveiði 235 laxar. (547)+
  7. Langá 608 laxar - vikuveiði 262 laxar. (731)-
  8. Eystri-Rangá 555 laxar – vikuveiði 339 (201)+
  9. Blanda 515 laxar - vikuveiðin 98 laxar. (745)-
  10. Elliðaárnar 458 laxar – vikuveiði 133 laxar. (475)-
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert