Veiðivötn gefa ágætlega

Øivind Kristofferson með 12.0 punda urriða úr Hraunvötnum í sumar.
Øivind Kristofferson með 12.0 punda urriða úr Hraunvötnum í sumar. Bergur Birgisson

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veiðifé­lagi Land­manna­af­rétt­ar þá hefur veiðst ágætlega í sumar í Veiðivötnum þrátt fyrir rysjótta tíð megnið af sumrinu.

Veiðifélagið heldur nákvæma skrá um veidda fiska og uppfæra heildarveiði á milli vikna og samkvæmt upplýsingum hafa veiðst alls 11919 silungar, 5546 urriðar og 6373 bleikjur. Mest hefur veiðst í Snjóölduvatni, 3300 fiskar og síðan kemur Litlisjór með 2740 fiska.

Í síðustu viku var fjórða veiðivikan á sumrinu og þá veiddist langbest í Litlasjó eða 907 urriðar. Eins og jafnan eru stærstu fiskarnir urriðar og er 12,0 punda urriði úr Hraunsvötnum sá stærsti það sem af sumrinu. Þá hefur Grænavatn gefið einn 11,8 punda urriða og Stóra-Skálavatn einn 11,4 punda urriða. 

Hæsta meðalþyngdin er í svokölluðum í Pyttlum er 3,7 pund, en þar hafa þó aðeins veiðst 25 urriðar. Næst á eftir er Grænavatn með meðalþyngd upp á 3,2 pund og þar hafa veiðst 114 urriðar.

Sunnan Tungnaár eru nokkur stöðuvötn og leigir félagið 12 þeirra út til stangveiða. Flest eru þau afrennslislaus og mörg þeirra eru gígvötn sem mynduðust í eldsumbrotum um og eftir landnám. Ljótipollur myndaðist í eldgosi um 1477 líkt og Bláhylur sem er á sömu gossprungu og Vatnaöldurnar og varð til í stórgosi þar árið 871.

Uppistaða í veiðinni er bleikja og það sem af er hafa veiðst í þessum vötnum 921 bleikja og 69 urriðar. Þar hefur langmest veiðst í Frostastaðavatni eða 624 fiskar. Þá hafa veiðst 181 í Blautavegi og 160 í Loðmundarvatni.

Morgunveiði úr Skálavatni fyrr i sumar.
Morgunveiði úr Skálavatni fyrr i sumar. Þröstur Þorláksson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert