Veiða og missa í Soginu - myndskeið

Veiðin í Soginu hefur verið með ágætum og mun betri en til dæmis í fyrra. Sporðaköst fylgdust með Árna Baldurssyni, einum af landeigendum við Sogið, veiða í gær. Hans kenning á veiðiaukningunni er að netabændur hafi átt í erfiðleikum með netalagnir vegna mikils vatns. Veiðin fyrir landi Ásgarðs sem Árni á, er nú þegar orðin meira en tvisvar sinnum meiri en heildarveiðin í fyrra.

Nartar í hælana á Tóta tönn

Frægt er að orðið að Þórarinn Sigþórsson tannlæknir var um síðustu áramót búinn að landa 20.511 löxum. Þessu lýsti hann yfir í samtali við Sportveiðiblaðið. En Árni Baldursson er líka að telja. Hann er kominn með 16.850 laxa og segist sjálfur vera að narta í hælana á Tóta tönn.

Uppbygging Sogsins

Öllum fiski er sleppt í Ásgarðslandi og segir Árni Baldursson að nú sé framundan uppbygging á laxastofni Sogsins. Hann segist spenntur að sjá hvað gerist ef netin á vatnasvæðinu fyrir neðan Sogið fara ekki niður á næsta sumri, eins og stefnir í.

Sporðaköst tóku hús á Árna Baldurssyni á bökkum Sogsins í gær.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert