Veiða og missa í Soginu - myndskeið

Veiðin í Soginu hefur verið með ágætum og mun betri en til dæmis í fyrra. Sporðaköst fylgdust með Árna Baldurssyni, einum af landeigendum við Sogið, veiða í gær. Hans kenning á veiðiaukningunni er að netabændur hafi átt í erfiðleikum með netalagnir vegna mikils vatns. Veiðin fyrir landi Ásgarðs sem Árni á, er nú þegar orðin meira en tvisvar sinnum meiri en heildarveiðin í fyrra.

Nartar í hælana á Tóta tönn

Frægt er að orðið að Þórarinn Sigþórsson tannlæknir var um síðustu áramót búinn að landa 20.511 löxum. Þessu lýsti hann yfir í samtali við Sportveiðiblaðið. En Árni Baldursson er líka að telja. Hann er kominn með 16.850 laxa og segist sjálfur vera að narta í hælana á Tóta tönn.

Uppbygging Sogsins

Öllum fiski er sleppt í Ásgarðslandi og segir Árni Baldursson að nú sé framundan uppbygging á laxastofni Sogsins. Hann segist spenntur að sjá hvað gerist ef netin á vatnasvæðinu fyrir neðan Sogið fara ekki niður á næsta sumri, eins og stefnir í.

Sporðaköst tóku hús á Árna Baldurssyni á bökkum Sogsins í gær.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6