Í meðallagi í Gljúfurá

Glímt við lax í Gljúfurá.
Glímt við lax í Gljúfurá. SVFR

Veiði hófst í Gljúfurá í Borgarfirði 25. júní og fór ágætlega af stað í upphafi en síðan hefur talsvert dregið úr veiði.

Í gærkvöldi var búið að veiða 156 laxa og 17 silunga, en veitt er á þrjár stangir. Veiði fór vel af stað og landaði fyrsta hollið 11 löxum og þar af 8 fyrsta daginn. Áin er fyrst og fremst smálaxaá en stærsti laxinn til þessa veiddist í Neðri-Móhyl 17. júlí á maðk og reyndist það vera 83 cm hrygna sem var drepin og var vegin 6 kíló.

Teinar hafa gefið flesta laxa það sem af er eða 21, en Kerið og Geitaberg koma þar á eftir með 15 laxa. Veiðst hafa 52 laxar á flugu en 104 á maðkinn. Samkvæmt teljara sem staðsettur er neðarlega í ánni hafa gengið 412 fiskar þar í gegn síðan hann var settur niður í byrjun júní, en einhver hluti af því er silungur. Síðastliðna sjö daga hafa þó aðeins 16 fiskar gengið þar í gegn.

Sumarið 2017 veiddust 282 laxar í Gljúfurá sem er nálægt meðalveiði. Metár var hins vegar sumarið 2015 þegar 639 laxar veiddust.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert