Örfluga og Heimasætan

Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax.
Örflugan Brá er fluga vikunnar fyrir lax. Ljósmynd/Veiðihornið

Við kynnum til leiks flugur vikunnar. Það er örflugan Brá fyrir laxinn og hin klassíska heimasæta fyrir bleikju og þá sérstaklega fyrir sjógengna.

Brá – örfluga

Líklega besta örflugan í björtu veðri. Nú þegar komið er fram á hásumar og vatn fer að minnka í laxveiðiánum er tími örflugunnar runninn upp.

Brá veiðir sérstaklega vel við viðkvæmar aðstæður og þegar bjart er. 

Best er að veiða með Brá á langa og granna tauma úr flúor carbon og strippa hratt.

Hin klassíska straumfluga Heimasætan er ávallt góð í bleikju og …
Hin klassíska straumfluga Heimasætan er ávallt góð í bleikju og þá sérstaklega sjógenginni. Ljósmynd/Veiðihornið

Heimasætan fyrir bleikjuna

Frábær straumfluga í bleikju og ekki síst sjógengna. Oftast gefur Heimasætan best þegar henni er kastað þvert á eða örlítið niður undan straumi og mendað duglega upp í straum til að hægja á rennslinu. 

Bleikjan tekur Heimasætuna gjarnan þegar byrjað er að draga hana hægt inn eftir að hún hefur stöðvast alveg niður undan veiðimanni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert