Selá að detta í þúsund laxa

Frá Efri-Fossi í Selá.
Frá Efri-Fossi í Selá. Gísli Ásgeirsson

Að sögn Gísla Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Strengs, sem heldur utan um veiðileyfi í Selá og Hofsá í Vopnafirði, er veiði mjög góð í Selá þessa daganna og hún að nálgast 1.000 laxa í heildarveiði.

Veiðin nú væri heldur meiri en í meðalári og því virðist sem þriggja ára niðursveiflu í ánni sé nú lokið. Á hádegi í dag stóð heildarveiðin í 938 löxum en árið 2017 veiddust 937 allt sumarið og veiðin nú því þegar komin yfir heildarveiði síðasta sumars. Hafa síðustu daga verið að veiðast á milli 20 til 30 laxar á stangirnar átta. Veitt er fram í lok september í Selá.

Spurður um Hofsá sagði Gísli að veiðin þar væri heldur rólegri en hjá nágrannasystur hennar.  Þar væri heildarveiðin að nálgast 500 laxa sem þó væri talsvert betri en á sama tíma í fyrra þegar innan við 400 laxar voru komnir á land. Heildarveiðin í fyrra endaði í 589 veiddum löxum og hafa síðustu fjögur veiðisumur verið erfið í Hofsá og heildarveiðin verið undir 1.000 löxum síðan sumarið 2013. 

Þá bárust fréttir af því frá Deildará á Sléttu að loks hefði langþráð gusa af smálaxi komið í ána og síðustu tvo daga hafa veiðst 22 nýgengnir smálaxar á þrjár stangir. Rúmlega 100 laxar eru komnir þar á land sem er talsvert minni veiði en á sama tíma í fyrra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert