Sjáandinn og Bleik og blá

Sjáandinn er hér sem gárutúpa.
Sjáandinn er hér sem gárutúpa. Ljósmynd/Veiðihornið

Flugur vikunnar eru að venju bæði fyrir lax og silung. Það er Óli í Veiðihorninu sem hefur valið flugurnar og þær eru:

Fyrir lax

Sjáandinn – gárutúpa. Sjáandinn kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum og hefur gefið mikla veiði ekki síst í Borgarfjarðaránum. Við höfum nú útfært Sjáandann sem gárutúpu og satt að segja hefur þessi útfærsla ekki verið síðri þeirri hefðbundnu sem hnýtt er á þríkrækju.

Bleik og blá er ein veiðnasta fluga sem kastað er …
Bleik og blá er ein veiðnasta fluga sem kastað er fyrir sjóbleikju. Ljósmynd/Veiðihornið

Fyrir silunginn er það Bleik og blá.  Hér er þessi veiðna sjóbleikjufluga þyngd með kúlu. 

Bestan árangur hefur þessi fluga gefið þegar henni er kastað undan straumi og línan menduð

upp í straum til þess að hægja á rennslinu. 

Bleik og blá er með veiðnari straumflugum í sjóbleikju.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert