Lönduðu 30 og 28 pundara

Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins …
Aðalsteinn með 30 punda hænginn. Gleðin er allsráðandi. Eða eins og hann orðaði það. "Love it." Ljósmynd/Aðsend

Hópur Íslendinga gerði eina bestu laxveiði í langan tíma sem sést hefur í Lakselva í Finnmörku í Norður-Noregi. Hópurinn landaði fiski sem náði þrjátíu pundum og öðrum 28 punda og þó nokkrum tuttugu plús löxum. Fjallað er um heimsókn Íslendinganna á heimasíðu árinnar, oldero.no.

Stærsta fiskinn í hollinu fékk Aðalsteinn Jóhannsson en hann var jafnframt aflahæstur með sjö laxa í vikuveiði. Lakselvan er ekki þekkt fyrir magnveiði en þeim mun frægari fyrir stórfiskana sem hún geymir og er met fiskurinn ríflega fimmtíu pund. Árlega veiðast nokkrir fiskar á bilinu fjörutíu til fimmtíu pund.

Mestu veiðina gerðu Íslendingarnir á hefðbundnar íslenskar aðfarir, Sunray shadow- og Frances-túpur.

Stórlaxinn sem Aðalsteinn landaði var 108 sentimetra langur og ummálið var 60 sentimetrar. Hann vigtaði fimmtán kíló eða þrjátíu pund.

„Þessi var að koma í ána í annað sinn. Hann hefur gengið út í fyrra eða í vor og hann er svakalegur. Hausinn á honum er eins á krókódíl,“ sagði Aðalsteinn um stórlaxinn í samtali við Sporðaköst.

Hermóður og Alexandra með stóru hrygnuna sem vó 14 kíló. …
Hermóður og Alexandra með stóru hrygnuna sem vó 14 kíló. Eins og sjá má á styrtlunni var hún lúsug. Ljósmynd/Aðsend

Hermóður Hilmarsson Nesveiðimaður landaði 28 punda fiski með dóttur sinni, Alexöndru. Þar var á ferðinni hrygna sem var lúsug eins sjá má á myndinni. Hún mældist 103 sentimetra löng og ummálið var 60 sentimetrar og vigtuð var hún 14 kíló.

Í heildina gekk veiðin vel hjá hópnum og eins og segir á heimasíðunni þar sem fjallað er um viku 33. „Fantastic fishing.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert