Hlað greiðir fyrsta félagsgjald í SKOTVÍS

Rjúpnaveiði.
Rjúpnaveiði. Golli

Skotveiðifélag Íslands og veiðiverslunin Hlað hafa gert með sér samkomulag um að verslunin sjái um greiðslu á félagsgjöldum fyrsta árið fyrir nýja félagsmenn.

Samningurinn gildir um þá nýja félaga sem ganga í félagið næsta árið. Stjórn félagsins greinir frá því að miklar vonir séu bundnar við þennan samning og færir þeim Hlaðmönnum bestu þakkir fyrir samstarfið. Fram undan væru stór verkefni í hagsmunagæslu fyrir skotveiðimenn og því nauðsynlegt fyrir alla veiðimenn að fylkja sér bak við félagið. Rétturinn til veiða er ekki sjálfgefinn.

Hlað hóf starfsemi á Húsavík árið 1984 þegar nokkrir rjúpnaveiðimenn á Norðurlandi hófu tilraunir með framleiðslu haglaskota vegna þess hve fátæklegt úrval rjúpnaskota var þar nyrðra sem hentuðu norðlenskum aðstæðum.

Fyrstu árin gerðu menn þetta í frístundum sínum en í dag eru tvær verslanir starfræktar, ein í Reykjavík og hin á Húsavík. Hlað á Húsavík framleiðir nú yfir hálfa milljón haglaskota árlega og hefur Jónas Þór Hallgrímsson stjórnað framleiðslunni frá upphafi.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6