Stórlax úr Svartfossi á Frigga

Gunnar Gíslason með stórlaxinn, sem tók Frigga í Svartfossi í …
Gunnar Gíslason með stórlaxinn, sem tók Frigga í Svartfossi í Laxá í Dölum. Fiskurinn mældist 102 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Það rigndi aðeins í Dölunum í gær og hvessti. Það þurfti ekki meira til. Eftir frekar erfiða daga glæddist veiðin við þetta. Þessi fiskur sem Gunnar Gíslason setti í og landaði eftir hálftíma viðureign mældist 102 sentimetrar. Hann tók fluguna Frigga í Svartfossi í Laxá í Dölum. 

„Fyrst lagðist hann undir hvítfryssið í Svartfossi og hreyfði sig ekki. Þegar ég náði að toga hann af stað þá rauk hann niður úr fosshylnum og alveg neðst á breiðuna fyrir neðan. Síðan hélt hann aftur á upphaflega staðinn. Þetta var mögnuð viðureign og allt í keng allan tímann,“ sagði Gunnar Gíslason í samtali við Sporðaköst.

Þetta er stærsti fiskur sem hann hefur landað. „Ég var búinn að kasta alls konar smáflugum. Svo fékk ég þessa tilfinningu að setja Frigga undir. Ég skipti um taum og græjaði allt vel. Hann tók í öðru kasti.“

Þetta er stærsti lax sem Gunnar hefur veitt og í …
Þetta er stærsti lax sem Gunnar hefur veitt og í fyrsta skipti sem hann landar fiski yfir 100 sentimetra. Ljósmynd/Aðsend

Síðasta heila holl í Laxá í Dölum landaði ekki nema sjö löxum en þetta holl sem nú er við veiðar var komið með tuttugu og tvo fiska í gærkvöldi, eftir einn og hálfan dag. Þar af komu ellefu á seinni vaktinni í gær. Áin hefur vaxið hressilega og væntanlega fara Dalirnir að taka á sig hefðbundið haustmynstur en þar er oft besta veiðin í lok ágúst og í september. Áin er búin að gefa mjög góða veiði í sumar og hafa miklar rigningar gert þar gæfumuninn. Það er mikið magn af fiski í Dölunum og ljóst að þar eiga menn eftir að lenda í ævintýrum þegar áin mun hlaupa upp undan haustrigningum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert