Stærsti lax sumarsins í Vatnsdal

Sturla með stórfiskinn. Mældur 102 sentímetrar og það í Hnausastreng, …
Sturla með stórfiskinn. Mældur 102 sentímetrar og það í Hnausastreng, sem er forfrægur stórlaxastaður í Vatnsdalsá. Ljósmynd/Aðsend

Sturla Birgisson landaði stærsta laxi sumarsins í Vatnsdalsá í morgun. Fiskurinn mældist 102 sentímetrar og veiddist í þeim fornfræga stórlaxastað Hnausastreng. Að sögn Björns K. Rúnarssonar leiðsögumanns við Vatnsdalsá tók fiskurinn fluguna Frigga. Ekki fylgdi sögunni hvernig útfærslu af þessari umtöluðu flugu var um að ræða en þær eru til í ýmsum litum og stærðum.

Björn Rúnarsson sagði í samtali við Sporðaköst að sett hefði verið í annan fisk af svipaðri stærð en hann slapp. Sjö laxar komu á morgunvaktinni í Vatnsdalsá en þar hefur verið virkileg treg veiði eins og víða í Húnaþingi.

Sturla hefur veitt nokkra laxa í þessum stærðarflokki í Vatnsdalsá. Sjónarvottar segja að viðureignin hafi verið hörð og staðið í hálftíma. Þá var fiskurinn mældur, eins og fyrr segir, 102 sentímetrar og fékk svo frelsi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert