Taka gjald fyrir gæsaveiði

Legið fyrir gæs.
Legið fyrir gæs. Ingólfur Guðmundsson

Húnaþing vestra hefur ákveðið fyrirkomulag gæsaveiða fyrir þetta haustið og stendur skotveiðimönnum til boða kaupa sérstakt veiðileyfi á eignarlöndum sýslunnar.

Um er að ræða þrjú gæsaveiðisvæði þar sem hvert leyfi kostar 9.000 krónur á dag og er fjöldi veiðimanna á hverju svæði takmarkaður við fjórar byssur. Veiðileyfi eru seld á ferðaþjónustunni Dæli í Víðidal. 

Svæði eitt og tvö eru á Víðidalstunguheiði, en svæði þrjú er Arnarvatnsheiði og Tvídægra.

Samkvæmt upplýsingum frá Skotveiðifélagi Íslands ætlar félagið að skoða hvort um er að ræða jarðir eða lögbýli samkvæmt skilgreiningu laga en fram kemur í lögum að öllum með veiðikort séu heimilar veiðar í almenningum og afréttum utan landareigna lögbýla.

Nánar má kynna sér þessa ákvörðun sveitarfélagsins hér.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6