Taka gjald fyrir gæsaveiði

Legið fyrir gæs.
Legið fyrir gæs. Ingólfur Guðmundsson

Húnaþing vestra hefur ákveðið fyrirkomulag gæsaveiða fyrir þetta haustið og stendur skotveiðimönnum til boða kaupa sérstakt veiðileyfi á eignarlöndum sýslunnar.

Um er að ræða þrjú gæsaveiðisvæði þar sem hvert leyfi kostar 9.000 krónur á dag og er fjöldi veiðimanna á hverju svæði takmarkaður við fjórar byssur. Veiðileyfi eru seld á ferðaþjónustunni Dæli í Víðidal. 

Svæði eitt og tvö eru á Víðidalstunguheiði, en svæði þrjú er Arnarvatnsheiði og Tvídægra.

Samkvæmt upplýsingum frá Skotveiðifélagi Íslands ætlar félagið að skoða hvort um er að ræða jarðir eða lögbýli samkvæmt skilgreiningu laga en fram kemur í lögum að öllum með veiðikort séu heimilar veiðar í almenningum og afréttum utan landareigna lögbýla.

Nánar má kynna sér þessa ákvörðun sveitarfélagsins hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert