Ræddu Gnarrinn og veiðikonur

Harpa með þáttastjórnandanum eftir útsendingu. Hann heitir Yegor Gordeev og …
Harpa með þáttastjórnandanum eftir útsendingu. Hann heitir Yegor Gordeev og er undrabarn í Úkraínska sjónvarpinu. Hann er 28 ára gamall oig hefur unnið í sjónvarpi frá 21 árs aldri.. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Hlín Þórðardóttir, veiðikona og eigandi Iceland Outfitters, var gestur í vinsælum sjónvarpsþætti í Úkraínu í morgun. Umræðuefnið var einkum Jón Gnarr og sú breyting sem varð á íslenskum stjórnmálum þegar hann komst til valda í Reykjavík. „Hann er álitin hetja hér í Úkraínu,“ sagði Harpa í samtali við mbl.is, skömmu eftir að þættinum lauk.

Auk Jóns Gnarr var umræðuefnið Ísland, náttúran og sú staðreynd að Ísland á margar flinkar veiðikonur. Harpa segir að stjórnandi þáttarins hafi fullyrt að engin kona í Úkraínu leggi stund á stangaveiði og bara ein stundi skotveiði. „Mér var sagt að margir brandarar í Úkraínu byrjuðu á setningunni: Einu sinni fór kona að veiða...“

Förðuð og fín og klár í beina útsendingu. Harpa Hlín …
Förðuð og fín og klár í beina útsendingu. Harpa Hlín segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir þáttinn. Ljósmynd/Aðsend

Þáttastjórnandi  Yegor Gordeev er mikill aðdáandi Jóns Gnarr og Harpa Hlín ræddi við skemmtikraftinn og stjórnmálamanninn Jón Gnarr áður en hún fór til Úkraínu. „Hann gaf mér bókina sína áritaða og ég færði þáttastjórnandanum bókina og honum fannst mikið til koma. Hér vita allir hver Jón Gnarr er og hann er jafn þekktur og Björk, jafnvel þekktari. Hér er mikil ólga og óvissutímar þannig að margir horfa til Jóns Gnarr og hvernig hans saga í stjórnmálum er. Auðvitað eru þessu tvö lönd, Ísland og Úkraína gerólík og allt önnur menning hér.“

Í beinni. Þátturinn er mjög vinsæll í Úkraínu og mest …
Í beinni. Þátturinn er mjög vinsæll í Úkraínu og mest var rætt um Jón Gnarr og veiði kvenna. Ljósmynd/Aðsend

Harpa segir menningarmuninn koma vel fram í þeirri staðreynd að konur stundi ekki veiði og það sé talað niðrandi um konur ef veiði er annars vegar.

„Ég fékk mikil viðbrögð strax eftir þáttinn og var beðin um eiginhandaráritun og konan sem ég gisti hjá segir að allar vinkonur sínar öfundi sig mikið að ég skuli gista hjá henni. Þetta er allt svolítið nýtt fyrir mér. En vonandi verður þetta viðtal til þess að þær konur sem hafa áhuga á veiði drífi sig af stað og vonandi hef ég sett sprungu í þessa þjóðsögu að konur geti ekki veitt.“

Harpa sagði greinilegt að jafnréttisbarátta kvenna í Úkraínu ætti langt í land. „Vonandi var þetta viðtal lítið lóð á vogarskálar þeirrar baráttu.“

Uppfært

Hér má sjá upptöku af þættinum frá í gær.

https://m.facebook.com/story.php?story_fbid=10156705607142962&id=540772961

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert