Veiðitölur vikunnar

Glímt við lax í Efri-Austurá í Miðfirði í vikunni.
Glímt við lax í Efri-Austurá í Miðfirði í vikunni. ÞGÞ

Nýjar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust inn á vef Landssamband Veiðifélaga í gærkvöldi. Nær samantektin frá 6. til 12. september.   Þá birtust lokatölur úr Norðurá í Borgarfirði, þær fyrstu úr laxveiðiá á þessu hausti.

Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum yfir fjölda veiddra fiska með 3.617 laxa og Ytri-Rangá í öðru sæti með 3.445 laxa og hefur bilið á milli þeirra minnkað umtalsvert frá fyrri vikum.

Miðfjarðará kemur þar á eftir með 2.509 laxa og tekur við þriðja sætinu af Þverá/Kjarrá og þar með í efsta sæti með fjölda laxa haf sjálfbæru veiðiánum. Veiði í Þverá/Kjarrá er lokið að mestu en veitt er á tvær stangir í Litlu-Þverá til 20. september.

Þá birtust fyrstu lokatölurnar úr Norðurá sem endaði í 1.634 löxum sem er örlítið minni veiði en sumarið 2017.

Hér er listinn yfir 10 aflahæstu árnar þessa vikuna:

  1. Eystri-Rangá 3.617 lax­ar - viku­veiði 131 lax­ (1.983 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 3.445 lax­ar - viku­veiði 268 lax­ar (6.079 á sama tíma 2017)
  3. Miðfjarðará 2.509 lax­ar - viku­veiði 149 lax­ar (3.470 á sama tíma 2017)
  4. Þverá og Kjar­rá 2.455 lax­ar - viku­veiði 11 lax­ar (2.060 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1.692 lax­ar - viku­veiði 82 lax­ar LOKATALA (1.719 sumarið 2017)
  6. Haffjarðará 1.545 lax­ar - viku­veiði 43 lax­ar (1.167 á sama tíma 2017)
  7. Langá 1.442 lax­ar - viku­veiði 47 lax­ar (1.460 á sama tíma 2017)
  8. Selá í Vopnafirði 1.315 lax­ar - vikuveiði 32 laxar (928 á sama tíma 2017 )
  9. Urriðafoss í Þjórsá 1.284 lax­ar - viku­veiði 27 lax­ar (755 loka­töl­ur 2017)
  10. Laxá í Dölum 972 lax­ar - viku­veiðin 92 lax­ar (612 á sama tíma 2017 )

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is