Veiðitölur vikunnar

Glímt við lax í Efri-Austurá í Miðfirði í vikunni.
Glímt við lax í Efri-Austurá í Miðfirði í vikunni. ÞGÞ

Nýjar veiðitölur úr laxveiðiám landsins birtust inn á vef Landssamband Veiðifélaga í gærkvöldi. Nær samantektin frá 6. til 12. september.   Þá birtust lokatölur úr Norðurá í Borgarfirði, þær fyrstu úr laxveiðiá á þessu hausti.

Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum yfir fjölda veiddra fiska með 3.617 laxa og Ytri-Rangá í öðru sæti með 3.445 laxa og hefur bilið á milli þeirra minnkað umtalsvert frá fyrri vikum.

Miðfjarðará kemur þar á eftir með 2.509 laxa og tekur við þriðja sætinu af Þverá/Kjarrá og þar með í efsta sæti með fjölda laxa haf sjálfbæru veiðiánum. Veiði í Þverá/Kjarrá er lokið að mestu en veitt er á tvær stangir í Litlu-Þverá til 20. september.

Þá birtust fyrstu lokatölurnar úr Norðurá sem endaði í 1.634 löxum sem er örlítið minni veiði en sumarið 2017.

Hér er listinn yfir 10 aflahæstu árnar þessa vikuna:

  1. Eystri-Rangá 3.617 lax­ar - viku­veiði 131 lax­ (1.983 á sama tíma 2017)
  2. Ytri-Rangá 3.445 lax­ar - viku­veiði 268 lax­ar (6.079 á sama tíma 2017)
  3. Miðfjarðará 2.509 lax­ar - viku­veiði 149 lax­ar (3.470 á sama tíma 2017)
  4. Þverá og Kjar­rá 2.455 lax­ar - viku­veiði 11 lax­ar (2.060 á sama tíma 2017)
  5. Norðurá 1.692 lax­ar - viku­veiði 82 lax­ar LOKATALA (1.719 sumarið 2017)
  6. Haffjarðará 1.545 lax­ar - viku­veiði 43 lax­ar (1.167 á sama tíma 2017)
  7. Langá 1.442 lax­ar - viku­veiði 47 lax­ar (1.460 á sama tíma 2017)
  8. Selá í Vopnafirði 1.315 lax­ar - vikuveiði 32 laxar (928 á sama tíma 2017 )
  9. Urriðafoss í Þjórsá 1.284 lax­ar - viku­veiði 27 lax­ar (755 loka­töl­ur 2017)
  10. Laxá í Dölum 972 lax­ar - viku­veiðin 92 lax­ar (612 á sama tíma 2017 )

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert