Nýgenginn lax í Hafralónsá

Gunnar Egill með nýgengna laxinn, sem hann veiddi í dag. …
Gunnar Egill með nýgengna laxinn, sem hann veiddi í dag. Laxinn tók micro hitch og krók númer 18. Ljósmynd/Aðsend

Silfraður nýgenginn lax veiddist í Hafralónsá í dag. Það var Gunnar Egill Sigurðsson sem setti í laxinn á micro hitch með krók númer 18. „Þetta var geggjuð barátta við glænýjan fisk sem mældist 86 sentímetrar," sagði Gunnar Egill í samtali við Sporðaköst.

Veiðin er róleg í Hafralónsá en svona fiskur gerir túrinn eftirminnilegan. Samtals hafa veiðst í Hafralónsá 220 laxar í sumar.

„Já, það er ótrúlegt að setja í nýgenginn fisk á þessum tíma." Gunnar Egill var að vonum ánægður með þennan fallega hæng.

Veiðin hjá honum og veiðifélaga hans hefur verið býsna erfið en þetta er þriðji laxinn sem þeir landa á tveimur dögum.

Nýgengni laxinn tók í veiðistað sem heitir Víkin. Gunnar Egill segir að áin sé fallandi eftir rigningar og þá er aldrei að vita hvað gerist hjá honum og Stefáni Guðjónssyni veiðifélaga hans en þeir eiga einn dag eftir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert