Veiðiþjófar við Elliðaárnar

Ungur veiðimaður glímir við lax í Hundasteinum í Elliðaánum.
Ungur veiðimaður glímir við lax í Hundasteinum í Elliðaánum. svfr

Í gær varð vart við grunsamlegar mannaferðir ofarlega í Elliðaánum og kom í ljós að þar voru menn á ólöglegum veiðum enda var síðasti veiðidagur sumarsins daginn áður. 

Voru þeir að veiða á spún í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaður árinnar en aðeins er veitt á flugu á þessu svæði yfir sumarið. Biðla umsjónamenn árinnar til fólks sem verður var við slíkt að tilkynna það til Stangveiðifélags Reykjavíkur og gott væri að taka niður skráningarnúmer á bifreið meintra veiðiþjófa.

Það styttist í að lokatölur fyrir veiðina í Elliðaánum verði klárar en þegar síðast fréttist voru skráðir 953 laxar í veiðibókina sem er besta veiði í ánum síðan árið 2013.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert