Veiðiþjófar við Elliðaárnar

Ungur veiðimaður glímir við lax í Hundasteinum í Elliðaánum.
Ungur veiðimaður glímir við lax í Hundasteinum í Elliðaánum. svfr

Í gær varð vart við grunsamlegar mannaferðir ofarlega í Elliðaánum og kom í ljós að þar voru menn á ólöglegum veiðum enda var síðasti veiðidagur sumarsins daginn áður. 

Voru þeir að veiða á spún í Höfuðhyl sem er efsti veiðistaður árinnar en aðeins er veitt á flugu á þessu svæði yfir sumarið. Biðla umsjónamenn árinnar til fólks sem verður var við slíkt að tilkynna það til Stangveiðifélags Reykjavíkur og gott væri að taka niður skráningarnúmer á bifreið meintra veiðiþjófa.

Það styttist í að lokatölur fyrir veiðina í Elliðaánum verði klárar en þegar síðast fréttist voru skráðir 953 laxar í veiðibókina sem er besta veiði í ánum síðan árið 2013.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is