Veiðitölur úr laxveiðiánum

Veitt í hausthúminu í Höfðahyl á Nessvæðinu í Laxá í …
Veitt í hausthúminu í Höfðahyl á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Steingrímur S. Stefánsson

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám og liggja lokatölur fyrir í nokkrum þeirra. Enn þá er þó veitt í nokkrum þeirra og birtust nýjar veiðitölur úr veiðiám landsins í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá 13. til 19. september.  

Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum yfir fjölda veiddra fiska með 3.733 laxa og Ytri-Rangá í öðru sæti með 3.593 laxa og hefur bilið á milli þeirra minnkað umtalsvert frá fyrri vikum. Í þriðja sæti er Miðfjarðará þar sem veitt verður nokkra daga til viðbótar.

Hér er listinn yfir 10 aflahæstu árnar þessa vikuna:

  1. Eystri-Rangá 3.733 lax­ar - viku­veiði 116 laxar­ (2.030 á sama tíma 2017).
  2. Ytri-Rangá 3.593 lax­ar - viku­veiði 148 lax­ar (6.526 á sama tíma 2017).
  3. Miðfjarðará 2.602 lax­ar - viku­veiði 93 lax­ar (3.627 á sama tíma 2017).
  4. Þverá og Kjar­rá 2.455 lax­ar – veiði lokið, en lokatölur liggja ekki fyrir.
  5. Norðurá 1.692 lax­ar - LOKATALA (heildarveiði 1.719 árið 2017).
  6. Haffjarðará 1.545 lax­ar LOKATALA (heildarveiði 1.167 árið 2017).
  7. Langá 1.442 lax­ar - viku­veiði 70 lax­ar (1.460 á sama tíma 2017).
  8. Selá í Vopnafirði 1.315 lax­ar – veiðitölur ekki borist (937 á sama tíma 2017).
  9. Urriðafoss í Þjórsá 1.303 lax­ar - viku­veiði 19 lax­ar (755 loka­töl­ur 2017).
  10. Grímsá í Borgarfirði -986 laxar – veiðitölur ekki borist (1.214 á sama tíma 2017).

Þá liggja fyrir lokatölur úr nokkrum öðrum ám og samkvæmt þeim er heildarveiðin nokkuð áþekkt því sem hún var sumarið 2017 nema þá helst í Laxá á Ásum þar sem munar nokkuð miklu á milli ára.

Staðfestar lokatölur:

  • Elliðaárnar gáfu 960 laxa í heildarveiði á þessari vertíð (890 sumarið 2017).
  • Laxá á Ásum gaf 703 laxa í heildarveiði (1.108 sumarið 2017).
  • Laxá í Aðaldal gaf 608 laxa í heildarveiði (709 sumarið 2017).
  • Straumfjarðará á Snæfellsnesi gaf 349 laxa heildarveiði (352 sumarið 2017).
  • Laugardalsá við Ísafjarðardjúp gaf 198 laxa þetta sumarið (175 árið 2017).
  • Búðardalsá á Skarðsströnd var með 331 laxa þetta sumarið (255 árið 2017).
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert