Veiðitölur úr laxveiðiánum

Veitt í hausthúminu í Höfðahyl á Nessvæðinu í Laxá í ...
Veitt í hausthúminu í Höfðahyl á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Steingrímur S. Stefánsson

Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám og liggja lokatölur fyrir í nokkrum þeirra. Enn þá er þó veitt í nokkrum þeirra og birtust nýjar veiðitölur úr veiðiám landsins í morgun á vef Landssambands veiðifélaga og nær samantektin frá 13. til 19. september.  

Sem fyrr er Eystri-Rangá efst á listanum yfir fjölda veiddra fiska með 3.733 laxa og Ytri-Rangá í öðru sæti með 3.593 laxa og hefur bilið á milli þeirra minnkað umtalsvert frá fyrri vikum. Í þriðja sæti er Miðfjarðará þar sem veitt verður nokkra daga til viðbótar.

Hér er listinn yfir 10 aflahæstu árnar þessa vikuna:

 1. Eystri-Rangá 3.733 lax­ar - viku­veiði 116 laxar­ (2.030 á sama tíma 2017).
 2. Ytri-Rangá 3.593 lax­ar - viku­veiði 148 lax­ar (6.526 á sama tíma 2017).
 3. Miðfjarðará 2.602 lax­ar - viku­veiði 93 lax­ar (3.627 á sama tíma 2017).
 4. Þverá og Kjar­rá 2.455 lax­ar – veiði lokið, en lokatölur liggja ekki fyrir.
 5. Norðurá 1.692 lax­ar - LOKATALA (heildarveiði 1.719 árið 2017).
 6. Haffjarðará 1.545 lax­ar LOKATALA (heildarveiði 1.167 árið 2017).
 7. Langá 1.442 lax­ar - viku­veiði 70 lax­ar (1.460 á sama tíma 2017).
 8. Selá í Vopnafirði 1.315 lax­ar – veiðitölur ekki borist (937 á sama tíma 2017).
 9. Urriðafoss í Þjórsá 1.303 lax­ar - viku­veiði 19 lax­ar (755 loka­töl­ur 2017).
 10. Grímsá í Borgarfirði -986 laxar – veiðitölur ekki borist (1.214 á sama tíma 2017).

Þá liggja fyrir lokatölur úr nokkrum öðrum ám og samkvæmt þeim er heildarveiðin nokkuð áþekkt því sem hún var sumarið 2017 nema þá helst í Laxá á Ásum þar sem munar nokkuð miklu á milli ára.

Staðfestar lokatölur:

 • Elliðaárnar gáfu 960 laxa í heildarveiði á þessari vertíð (890 sumarið 2017).
 • Laxá á Ásum gaf 703 laxa í heildarveiði (1.108 sumarið 2017).
 • Laxá í Aðaldal gaf 608 laxa í heildarveiði (709 sumarið 2017).
 • Straumfjarðará á Snæfellsnesi gaf 349 laxa heildarveiði (352 sumarið 2017).
 • Laugardalsá við Ísafjarðardjúp gaf 198 laxa þetta sumarið (175 árið 2017).
 • Búðardalsá á Skarðsströnd var með 331 laxa þetta sumarið (255 árið 2017).
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is