Stórfiskar á land úr Jöklu í lokin

Borgar með stórlaxinn af Blöndubreiðu.
Borgar með stórlaxinn af Blöndubreiðu. Strengir

Vel hef­ur veiðst síðustu dag­ana í Jöklu eft­ir að hún hreinsaði sig aft­ur eftir yfirfall frá þvi í byrjun ágúst og nokkr­ir stór­lax­ar komið á land. Síðasti veiðidag­ur­ er þar eystra er í dag.

Sam­kvæmt upplýsingum frá Þresti Elliðasyni hjá Veiðiþjón­ust­unni Streng­ir sem held­ur utan um veiðirétt í Jöklu þá hef­ur verið„ firnagóð“ veiði þar und­an­farna daga, bæði í Jöklu sjálfri sem er orðin tær eft­ir yf­ir­fall í 6 vik­ur og einnig í hliðarám henn­ar. Síðustu tveir dag­ar hafa gefið 23 laxa og hafa að auki nokkr­ir stór­ir komið á land.

Sá stærsti kom á fimmtu­dag­inn þegar að Borg­ar Ant­ons­son landaði af Blöndu­breiðu glæsi­leg­an 100 cm löngum hæng. Helgi veiðifé­lagi Borg­ars fékk 98 cm dag­inn áður úr Arnarmel og hafa til viðbót­ar margir á milli 80 til 90 cm verið að taka þessa dag­anna. Svo virðist sem enn séu lax­ar að ganga því að ný­gegn­ir fisk­ar séu að veiðast í bland við þá legnu.

Jökla hef­ur gefið rúmlega 500 laxa í heild­ina sem er tals­vert betri veiði en sumarið 2017 og hefði veiði senni­lega orðið mun meiri hefði yf­ir­fallið ekki skollið á óvana­lega snemma.

Þá kemur fram að Breiðdalsá hafi lítið verið stunduð upp á síðkastið og rétt rúmir 100 laxar veiðst þar í heildina. Veiðimaður sem skaust í ána á fimmtu­dag­inn náði ein­um 85 cm úr fossinum Belj­anda.  Hrúta­fjarðará er að nálg­ast 380 laxa og nær þá sömu heild­ar­tölu og í fyrra sem er vel af sér vikið því allar helstu veiðiárnar í Húna­vatns­sýslum hafa gefið tals­vert minni veiði þetta sumarið en árið 2017.

Veiði á öllum veiðisvæðum Strengja líkur í dag.

98 cm Jökluhængur úr Arnarmel síðastliðinn miðvikudag.
98 cm Jökluhængur úr Arnarmel síðastliðinn miðvikudag. Strengir
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert