Veiði lokið í Stóru-Laxá

Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok …
Reynir Sigmundsson landar laxi á svæði III rétt undir lok veiðitímans. Árni Baldursson

Veiði lauk í gær í Stóru-Laxá í Hreppum og var mikil veiði síðustu dagana á neðsta svæði árinnar og gáfu þeir síðustu tveir þar 80 laxa.

Formaður veiðifélagsins, Esther Guðjónsdóttir, var snögg til og hefur tekið saman lokatölur fyrir sumarið sem hún birti fyrr í dag.

Heildarveiðin í ánni var 643 laxar, 39 urriðar og 52 bleikjur. 206 laxar voru yfir 70 cm langir, en að sögn Estherar var misbrestur á skráningu lengdar í veiðibókinni. Þá veiddust tveir laxar yfir 100 cm, einn 103 í Ytri-Hvammi á svæði I og II rétt undir lok veiðitímans og annar 102 cm í Myrkhyl á svæði IV.

Á svæðum I og II veiddust 499 laxar og voru aflasælustu veiðistaðirnir Bergsnös (180 stk.), Laxárholt (88 stk.) og Kálfhagahylur (39 stk.).

Á svæði III komu 40 laxar á land, en að sögn Estherar var það lítið stundað í sumar. Flestir veiddust í Sveinskeri (12 stk.), Iðu (9 stk.) og Heljarþröm (8 stk.).

Á svæði IV, eða efsta svæðinu svokallaða, var 104 löxum landað í sumar. Eins og oft áður veiddust flestir á Hólmabreiðu (15 stk.), Myrkhyl (13 stk.) og Flatarbúð (10 stk.).

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert