Stuð í Eldvatni og Leirá

Þorgeir Þorgeirsson með fallegan sjóbirting úr Eldvatni. Kuldalegt en skemmtilegt.
Þorgeir Þorgeirsson með fallegan sjóbirting úr Eldvatni. Kuldalegt en skemmtilegt. mbl.is/Elli

Opnunarhollið í Eldvatni í Meðallandi gerði góða veiði á fyrsta degi tímabilsins. Þrátt fyrir þétta snjókomu þegar leið á daginn. Urðu þeir félagar víða varir við sjóbirting og var hann í tökustuði, enda ekki séð flugu í býsna langan tíma.

Flugan sem gefur best í Eldvatninu í opnun allavega. Orange …
Flugan sem gefur best í Eldvatninu í opnun allavega. Orange skull. mbl.is/Elli

Á fyrri vaktinni landaði hollið tíu vænum birtingum og missti líka. Stærsti fiskurinn var tæpir áttatíu sentímetrar og tók fluguna Orange skull. Þetta er þyngd straumfluga og hefur gefið vel í Eldvatninu, sérstaklega í opnun og fyrri hluta veiðitíma.

Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fisk tímabilsins úr Leirá. Sjóbirtingur …
Harpa Hlín Þórðardóttir með fyrsta fisk tímabilsins úr Leirá. Sjóbirtingur sem mældist 54 sentímetrar og tók straumfluguna Black Ghost. mbl.is/aðsend

Helstu staðirnir sem voru að gefa voru Hundavað, Þórðuvörðuhylur og Mangatangi. Erlingur R. Hannesson sem var við veiðar í morgun sagði að víða hefði sést fiskur og þrátt fyrir snjóél væru menn kampakátir með veiðina. „Við höfum veitt hérna árum saman og vitum vel að á þessum árstíma er allra verðra von. Þá fer maður bara með því hugarfari. Við höfum mest fengið á Orange skull enda höfum við feikna trú á henni og það hjálpar.“ Elli eins og hann er kallaður sagði fiskinn í góðu standi og í ágætis holdum. Þó væri það auðvitað misjafnt.“

Öllum sjóbirtingi er sleppt í Eldvatninu og einungis er veitt á flugu.

Hann er á í Eldvatni.
Hann er á í Eldvatni. mbl.is/Elli

Nánast ófært við Leirá

Leigutakar opnuðu í dag Leirá skammt frá Akranesi. Það eru hjónin Harpa og Stefán í Iceland Outfitters sem leigja ána. Þau byrjuðu seint í dag en mikil snjókoma verið fyrr um daginn og í nótt. Fyrsta fiskinn fékk Harpa Þórðardóttir. 54 sentímetra sjóbirting sem tók straumfluguna Black Ghost. „Ég fékk hann í Brúarhyl rétt neðan við þjóðveg og þetta var mjög flottur fiskur og honum var að sjálfsögðu sleppt,“ sagði Harpa í samtali við Sporðköst.

Þeir feðgar Stefán Sigurðsson og Matthías sonur hans púpuðu svo upp sjóbirting í veiðistað 14a. Þessum fiskum var sleppt og sagðist Harpa hlakka til að komast í heitt skúringavatnið í vorhreingerningu í veiðihúsinu. Hún var orðin býsna loppin eftir veiðina.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert