Stórfiskur úr Tungufljóti

Lárus Lúðvíksson með 96 sentimetra langa hænginn. Veiðistaðurinn er Flögubakkar …
Lárus Lúðvíksson með 96 sentimetra langa hænginn. Veiðistaðurinn er Flögubakkar og flugan Black Ghost skull. Vetrarríkið er afgerandi. Ljósmynd/Aðsend

Sjóbirtingur sem mældist 96 sentimetrar veiddist í Tungufljóti í dag. Skilyrði voru afar erfið, 3ja gráðu frost og vindur 10 - 12 metrar á sekúndu. Veiðimaðurinn Lárus Lúðvíksson var afar ánægður með þennan happadrátt, en svo stórir sjóbirtingar eru sjaldgæfir.

Veiði var góð í Tungufljóti í gær en rokið og frostið í dag gerðu það að verkum að menn voru lítið við veiðar. Nú þegar nokkuð er liðið á dag er vindur genginn niður og hugsa menn sér gott til glóðarinnar í húminu.

Sjóbirtingurinn veiddist við Flögubakka og tók Black Ghost skull. Þegar Sporðaköst heyrðu í veiðimönnum við Tungufljót nú síðdegis voru komnir á land tólf fiskar. Viðureignin við stórfiskinn við Flögubakka tók um tuttugu mínútur og er um að ræða dæmigerðan vorhæng. Aðeins fallinn en engu að síður fallegur fiskur eins og myndin ber með sér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert