Braut sér vök og landaði þremur

Þetta er táknmynd vorveiðinnar. Valgarður Ragnarsson varð að brjóta sér …
Þetta er táknmynd vorveiðinnar. Valgarður Ragnarsson varð að brjóta sér vök í Húseyjarkvíslinni til að komast að birtingnum. Ljósmynd/Aðsend

Eftir mildan fyrsta dag veiðitímans fengu veiðimenn víða um land vetrarveður á öðrum degi. Það stöðvaði ekki alla og sennilega fara ekki margir í förin hans Valgarðs Ragnarssonar leigutaka Húseyjarkvíslar. Miklar skarir voru komnar við ána á öðrum degi og þar sem sá á rennandi vatn var kraparek. Valli brá á það ráð að brjóta vök á ísinn þar sem hann vissi af sjóbirtingum. Hann ýtti ísnum frá og beið í nokkurn tíma eftir atganginn. Svo fór hann með flotlínu og þunga straumflugu og landaði þremur fallegum sjóbirtingum.

„Þetta var svona mitt á milli dorgveiði og vorveiði. Ég beið í svona kortér eftir að hafa ýtt klakanum í burtu og það dugði. Svo var áin alveg frosin í dag. Þetta var mjög kaflaskipt. Fyrsti dagurinn var frábær. Sól, logn og nokkrar gráður í plús. Svo kom bara stórhríð og veturinn minnti á sig,“ sagði Valgarður í samtali við Sporðaköst.

Opnun var engu að síður ágæt og var um þrjátíu sjóbirtingum landað og tuttugu urriðum. Um það bil helmingur af fiskinum var geldfiskur í góðum holdum. Stærsti sjóbirtingurinn mældist 78 sentimetrar og var það Þorsteinn Guðmundsson sem landaði honum.

Sportveiðimaðurinn James Ratcliffe. Veiddi Tungulækinn aðeins með flotlínu og í …
Sportveiðimaðurinn James Ratcliffe. Veiddi Tungulækinn aðeins með flotlínu og í yfirborðinu. Hér hampar hann birtingi sem fékk svo frelsi. Ljósmynd/Aðsend

Í Tungulæk skammt frá Kirkjubæjarklaustri fóru menn sér rólega og ástunduðu einungis yfirborðsveiði og er það ólíkt því sem frést hefur af öðrum veiðisvæðum. Meðal þeirra sem voru við veiðar í Tungulæk var James Ratcliffe, landeigandi í Vopnafirði og nágrenni. Þeir lönduðu tólf birtingum sem telst ekki mikið í Tungulæk á fyrsta degi en það er svo sannarlega áskorun að fá fisk upp í yfirborðið þegar vatnið er skítkalt.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert