Veiddu tvöfaldan laxakvóta við Grænland

Laxveiðar Grænlendinga í sjó fór langt fram úr því sem …
Laxveiðar Grænlendinga í sjó fór langt fram úr því sem áður var talið, á síðustu vertíð. Samið hafði verið um tuttugu tonna kvóta en niðurstaðan varð 45 tonn. Einar Falur Ingólfsson

Kanadíska sjónvarpið, CBC greindi frá því í vikunni að grænlenskir veiðimenn hefðu veitt að minnsta kosti 45 tonn af laxi á síðustu vertíð, en ekki 18 tonn, eins og talið var. Ein ástæðan fyrir þessum hróplega mun á tölum er hvernig staðið er að skráningu. Svo virðist sem grænlenskir veiðimenn skili inn skýrslum á pappír til sveitarfélaga og þar bíði þær í nokkurn tíma. Þeim er svo skilað til réttra yfirvalda á umsaminni dagsetningu og þá fæst heildarmynd.

Í frétt CBC segir að ekki séu nema nokkrir mánuðir síðan að aðstandendur ASF eða Atlantic Salmon Federation fögnuðu hversu mikill samdráttur væri í veiðum á laxi við Grænland. Annað er nú komið á daginn. Í fréttinni er sagt að samkomulag milli Sambands veiðimanna í Grænlandi við NASF á Íslandi hafi hljóðað upp tuttugu tonna kvóta fyrir síðasta tímabil. Menn hafi fagnað því að kvótinn var ekki fylltur en nú liggi fyrir að veiddur var meira en tvöfaldur umsaminn kvóti.

Talsmaður ASF í Kanada, Neville Crabbe segir að endanlegt uppgjör sýni að veiðin hafi verið miklu meiri en stefnt var að eða vel yfir fjörutíu tonn.

Neville segir að ASF hafi fengið bréf frá grænlensku landsstjórninni þar sem greint er frá því að bæði hafi skráning ekki verið nægilega vel skipulögð og einnig hafi orðið mistök af hálfu yfirvalda í Grænlandi. Hann staðhæfir jafnframt að í bréfi landsstjórnarinnar sé fullyrt að komið verði í veg fyrir að mistök af þessu tagi endurtaki sig.

Hluti af samkomulagi við grænlenska veiðimenn var að setja á sölubann og einnig fengu sveitarfélög og fyrirtæki greiddar bætur vegna samdráttar í veiði. 

Ekki liggur fyrir frá hvaða löndum þessi lax er en vitað er að meðal annars lax úr íslenskum ám hefur vetrarstöðvar í námunda við Grænland.

Ef reiknað er með að meðal þungi lax sé fjögur kíló, eða átta pund þá er um ræða ríflega ellefu þúsund laxa sem veiddust við Grænland á síðustu vertíð.

Fréttina má nálgast hér

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert