Eldisvakt í Langadalsá í sumar

Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur vonast til þess að fyrir upphaf …
Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur vonast til þess að fyrir upphaf veiðitíma verði búið að koma upp eldisvöktun í Langadalsá eins og í Laugardalsá. Ljósmynd/Aðsend

Gert er ráð fyrir því að báðar þekktustu laxveiðiár Vestfjarða verði vaktaðar með myndavélabúnaði í teljurum í sumar. Vöktunin miðar að því að fylgjast með og meta hlutdeild laxa af eldisuppruna í ánum. Slíkt vöktunarkerfi var sett upp í Laugardalsá í fyrra og framkvæmdir eru að hefjast við Langadalsá á næstu vikum og er stefnt að því að það verði komið í gagnið fyrir upphaf veiðitíma. Báðar eru árnar í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í skýrslum um vöktunarrannsóknir sem Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur og Ingi Rúnar Jónsson unnu og kom út í febrúar síðastliðnum.

Glímt við lax í Langadalsá.
Glímt við lax í Langadalsá. Lax-á

Annað árið í röð veiddist eldislax í Laugardalsá, í fyrra. Laxins varð ekki vart í teljaraskráningu og er talið að hann hafi gengið í ána þegar teljarinn var bilaður í ágústmánuði. Eldislaxinn reyndist vera af norskum uppruna og kom úr stroki frá eldisstað Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Sumarið 2017 veiddist einnig fiskur í Laugardalsá sem talinn var eldisfiskur. Frétt þess efnis birtist á vef bb.is þann 28. september og var talið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar að fiskurinn væri eldisfiskur. Bæði var hann uggaskemmdur og með samgróninga í innyflum sem geta komið í kjölfar bólusetningar eldisseiða, en slíkt sést ekki í villtum fiskum.

Hinn meinti eldislax úr Laugardalsá sem veiddist í september 2017. …
Hinn meinti eldislax úr Laugardalsá sem veiddist í september 2017. Annar slíkur veiddist í fyrra. Jóhann Birgisson

Fiskiteljarinn í Laugardalsá komst í gagnið í byrjun júní í fyrra og var starfræktur fram til 11. október, að því er kemur fram í vöktunarskýrslu þeirra Sigurðar Más og Inga Rúnars fyrir vatnasvæðið, sem kom út í janúar. Nokkur vandamál komu upp með teljarann, bæði vegna mikils lífræns reks í ánni og einnig settust bæði þörungar og mosi á búnaðinn. Þá kom upp bilun í ágúst. Til stendur að gera nokkrar breytingar á búnaðinum fyrir sumarið sem er fram undan til að minnka mögulegar rekstrartruflanir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert