Stór urriðinn gaf sig í „læknum“

Hrafn H. Hauksson með 66 sentimetra langan urriða úr Minnivallalæk …
Hrafn H. Hauksson með 66 sentimetra langan urriða úr Minnivallalæk sem tók púpuna Pheasant Tail. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu urriðarnir voru færðir til bókar í Minnivallalæk um helgina. Hrafn H. Hauksson og félagar hans lönduðu ellefu fallegum urriðum og voru þeir allt upp í 66 sentimetra langir. Hrafn er þrátt fyrir ungan aldur með mikla reynslu af læknum og nær þar yfirleitt góðum árangri. Þótt hann sé aðeins 23 ára hefur hann veitt svæðið í mörg ár. Hann starfar allt sumarið sem leiðsögumaður hjá Hreggnasa sem leigir nokkrar af bestu laxveiðiám landsins.

Jóhann F. Guðmundsson hampar 65 sentimetra urriða. Þetta eru magnaðir …
Jóhann F. Guðmundsson hampar 65 sentimetra urriða. Þetta eru magnaðir ránfiskar. Ljósmynd/Aðsend

Miðað við ástundun var þetta fín veiði. Við fórum seint út og hættum snemma. Við veiddum þessa fiska á Pheasant Tail-púpur. Ég nota ekki aðra flugu orðið í Minnivallalæk og það er einfaldlega vegna þess að hún er langsterkust. Ég hef komið þarna í júní og séð fisk vera að taka flugu í yfirborðinu og einsett mér að taka fisk á þurrflugu. Það hefur alveg tekist en svo fer maður með púpuna á eftir og tekur kannski tíu á stuttum tíma.“

Hrafn veiðir andstreymis og með tökuvara en er að fikra sig áfram með euro-nymphing. Þá er ekki notuð flugulína, bara taumur og enginn tökuvari. „Maður er ekki að ná nema stuttum köstum. Kannski lengst svo átta metra. Þannig að maður er í meira návígi við fiskinn og Finnur alveg fyrir því í hnjánum að maður er búinn að vera að skríða allan daginn,“ segir Hrafn.

Urriði hefur tekið í Hólmakvíslum. Þeir félagar fara varlega og …
Urriði hefur tekið í Hólmakvíslum. Þeir félagar fara varlega og eru mikið á hnjánum. Ljósmynd/Aðsend

Hann hefur líka reynt straumflugur í Minnivallalæknum en útkoman hefur verið svipuð. Oft hefur veiðin í læknum verið mest í kringum veiðihúsið, á Húsbreiðu og í Stöðvarhyl. Hrafn og félagar voru hins vegar að fá þennan fisk út um allt. „Það er eins og lækurinn hafi aðeins breytt sér og minna er af fiski á þessum hefðbundnu stöðum við veiðihúsið. En við fengum tökur og fiska í öllum stöðum sem við köstuðum á. Það er eins og fiskurinn sé dreifðari en oft áður.“

Urriðinn er eftirsóttur sportfiskur. Litbrigðin geta verið ólík en alltaf …
Urriðinn er eftirsóttur sportfiskur. Litbrigðin geta verið ólík en alltaf glæsileg. Ljósmynd/Aðsend

Stærðirnar voru ekki amalegar. Þannig voru fjórir urriðar í kringum 55 sentimetra og fimm voru 60 sentimetrar plús og sá stærsti 66 sentimetrar. Stærsti fiskur sem Hrafn hefur landað úr læknum er 78 sentimetra urriði. Minnivallalækur er þekktur fyrir gríðarstóra urriða. Veiði hófst þar formlega 1. apríl en fyrstu fiskana á þessari vertíð bókuðu þeir félagar síðastliðinn laugardag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert