„Geggjuð páskaveiði“ á Þingvöllum

Cezary með einn af sjö urriðum sem hann landaði í …
Cezary með einn af sjö urriðum sem hann landaði í gær í landi þjóðgarðsins. Svo missti hann þrjá fiska, þar af einn í yfirstærð. Ljósmynd/Aðsend

Náttúrubarnið og veiðileiðsögumaðurinn Cezary Fijałkowski gerði „geggjaða páskaveiði“ á Þingvöllum í gær, í landi þjóðgarðsins. Hann landaði sjö urriðum á bilinu 75 til 90 sentímetrar og missti einn sem hann áætlar að hafi verið um ellefu kíló.

„Já þetta var geggjuð páskaveiði. Ég var mættur um hádegi eftir að hafa borðað æðislegan páskamat. Egg og síld og kjúkling og alls konar.“ Cezary var með félaga sínum að veiða við Arnarfell. Hann er með flugur sem hann hannar sjálfur og einnig flugurnar hans Imiersky sem hafa reynst virkilega vel í stórum urriða.

Þeir félagar veiddu fram í myrkur og sáu mikið líf …
Þeir félagar veiddu fram í myrkur og sáu mikið líf allan daginn. Fiskur að velta sér og stökkva. Ljósmynd/Aðsend

Missti fisk sem var í yfirstærð

„Ég var að veiða fram í myrkur og veðrið var frábært og við sáum mikið af stórum fiski og hann var að velta sér í yfirborðinu og stökkva. Ég var búinn að landa tveimur þegar ég setti í einn í yfirstærð. Ég slóst lengi við hann og sá hann ágætlega. Þessi fiskur var ekki undir ellefu kílóum. En ég missti hann.“

Eitt af því sem Cezary segist elska við þjóðgarðsveiðina á Þingvöllum er að leita að fiski. „Þetta er oft mikil áskorun en þess vegna er það svo gaman.“

Cezary hefur veitt í Þingvallavatni í meira en tvo áratugi og þekkir vatnið afskaplega vel. Hann er í samstarfi við fluguhnýtarann Marek Imierski. „Við erum að vinna að því að þróa bestu fluguna fyrir Þingvallavatn. Marek er mikill snillingur þegar kemur að fluguhnýtingum.“

Flugurnar hans Marek Imierski eru listaverk. Cezary er að vinna …
Flugurnar hans Marek Imierski eru listaverk. Cezary er að vinna með honum að því að finna bestu samsetninguna fyrir urriða. Sú þróun virðist ganga vel. Ljósmynd/Aðsend

Cezary var í gær að veiða bæði á flugur frá Marek og einnig á flugur kenndar við Pike Terror. Þessar flugur er hægt að nálgast í Veiðihorninu í Síðumúla og hefur Cezary sett saman sett af sínum uppáhaldsflugum frá Pike Terror. Þetta eru flugur sem urriðaveiðimenn og sjóbirtingsáhugamenn ættu alvarlega að skoða.

25 punda taumur

„Já ég er að fara aftur í dag. Veðrið er frábært en ég ætla ekki fyrr en í kvöld. Þá gæti orðið stuð.“ Hann segir að þeir félagar hafi gær tekið þessu býsna rólega. „Við gefum okkur góðan tíma til að skoða vatnið. Drekkum kaffi og spjöllum og fylgjumst grannt með því sem er að gerast í kringum okkur. Þetta snýst líka um að njóta.“

Þetta eru magnaðir fiskar, urriðarnir í Þingvallavatni.
Þetta eru magnaðir fiskar, urriðarnir í Þingvallavatni. Ljósmynd/Aðsend

Hann er ekkert að taka sénsa í taumum þegar kemur að þessum stórfiskum. Hann notar 25 punda taum. „Í gær var ég með Sage Igniter stöng, 9 feta og með Rio Big Nasty Sink tip línu númer átta og já 25 punda taum. Þetta er frábær samsetning,“ sagði Cezary.

„Mér finnst frábært að komast í þjóðgarðinn. Þetta er ódýr veiði og getur verið alveg jafn góð eða betri og dýru svæðin. Svo koma líka dagar þar sem þetta er rólegt.“ 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert