Sjáðu fluguna sem risalaxinn tók

Aik Boyman með risalaxinn úr Mörrum. Hann mældist 118 sentímetrar …
Aik Boyman með risalaxinn úr Mörrum. Hann mældist 118 sentímetrar og vigtaði 19,3 kíló. Óvenju gott ár er í Mörrum og vonandi veit það á gott með sumarið hér á landi. Ljósmynd/Stefan Enevoldsen

Risalaxinn sem veiddist í sænsku stórlaxaánni Mörrum tók afbrigði af „The Bananafly“ eða Bananaflugunni. Sporðaköst fóru þess á leit við veiðimanninn Aik Boyman að hann tæki mynd af flugunni sem fiskurinn tók. Boyman, sem enn er brosandi, brást vel við þessu erindi og sendi okkur mynd af flugunni sem sá stóri tók. Hann segir að þetta sé ekki upprunalega Bananaflugan, heldur þróað afbrigði.

Þetta er flugan sem risalaxinn tók. Veiðimaðurinn Aik Boyman tók …
Þetta er flugan sem risalaxinn tók. Veiðimaðurinn Aik Boyman tók þessa mynd fyrir Sporðaköst. Skyldi hún virka á íslenska stórlaxa? Ljósmynd/Aik Boyman

Þetta er gerðarleg túpufluga og hefur haldið sér býsna vel þrátt fyrir átökin. Laxinn sem Boyman landaði er einn af þeim stærstu á þessari öld úr Mörrum. Hann mældist 118 sentímetrar og vó 19,3 kíló. Viðureignin stóð ekki nema í hálftíma en hann var tekinn á tvíhendu og að Eriks Hellquist sem háfaði fiskinn var tekið hraustlega á honum.

Á síðasta áratug síðustu aldar komu á land níu laxar sem vigtuðu 50 pund eða meira í Mörrum.

Nú er spurningin hvort sænskir stórlaxar hafi svipaðan smekk eins og þeir íslensku. Ef svarið við þeirri spurningu er já, þá er bara að setjast við hnýtingagræjurnar og útbúa eina svona. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira