Súddi mokar upp bleikju fyrir austan

Sigurður Staples eða Súddi segir bleikjuna fyrir austan vera fyrr …
Sigurður Staples eða Súddi segir bleikjuna fyrir austan vera fyrr á ferðinni þetta árið. Ljósmynd/Aðsend

Súddi eða Sigurður Staples, staðarhaldari í Breiðdalsá, hefur verið í mikilli bleikjuveiði undanfarna daga. Bæði er bleikjan mætt í Fögruhlíðarós og einnig á ósasvæði Breiðdalsár. Súddi segir að bleikjan sé fyrr á ferðinni í ár, en hann er enn að bíða eftir að stóra bleikjan láti sjá sig.

Fögruhlíðarós stendur alveg undir nafni í vorlogninu. Mikið af bleikju …
Fögruhlíðarós stendur alveg undir nafni í vorlogninu. Mikið af bleikju er á ferðinni með fallaskiptum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er búinn að gera fína veiði hérna dag eftir dag. Og ég er búinn að strippa svo mikið að ég er kominn með skurð í puttann. Hvað getur maður gert til að verja á sér puttann?“ spyr Súddi. Plástrarnir detta bara af og karlinn er kominn ofan í kjöt. Það er stungið upp á hlífðarhanska eins og kjötiðnarmenn nota. Súdda líst vel á það.

„Það kom alveg óhemja af bleikju á innfallinu, hér í Fögruhlíðarós,“ sagði Súddi spurður um aflabrögð. Hann segir bleikjuna frekar smáa, þó hafi komið skot þar sem stærri bleikjan hafi verið að gefa sig. „Við byrjuðum hérna klukkan fjögur í morgun.“

Hvernig er í Breiðdalsánni? Er bleikjan komin þar líka?

„Já ég er búinn að skjótast þangað tvisvar og í bæði skiptin fengið sex bleikjur. Þær voru af öllum stærðum.“

Svona meiðsli eru alþekkt hjá veiðimönnum. En þetta er helst …
Svona meiðsli eru alþekkt hjá veiðimönnum. En þetta er helst til snemmt að vera orðinn blóðstrippaður í maí. Ljósmynd/Súddi

Súddi segist aldrei hafa orðið var við bleikjuna svona snemma í Fögruhlíðarósi. Hann ákvað að byrja að kanna málið fyrr en vanalega og 15. maí fór hann í fyrstu tilraunaveiðina og hann og félagi hans fengu 24 bleikjur. Stærstu bleikjurnar voru upp í 48 sentimetrar. Í fyrra fór hann í fyrstu veiðina þar 25. maí.

„Við erum ekki með tölu á þessum fiskum. Við vorum að reyna að reikna þetta út áðan og ætli það séu ekki komnar einhverjar sextíu bleikjur á land. Við sleppum þessu öllu og erum ekki að telja með þær smæstu. En við erum enn að bíða eftir þessari stóru sem nær upp í fimm pund. Við urðum aðeins varir við þær fyrst þegar við fórum en maður þarf að bíða eftir innfallinu og þá mætir hún í miklu magni. Vonandi fara þessar stóru að láta sjá sig.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert