Klettþungar tvívængjur fyrir Þjórsá

Klettþungu tvívængjurnar eru fáanlegar í ýmsum litum. Sífellt fleiri kasta …
Klettþungu tvívængjurnar eru fáanlegar í ýmsum litum. Sífellt fleiri kasta flugu í Þjórsá. Þá eru þessar góður kostur. Ljósmynd/Veiðihornið

Stóri dagurinn er á morgun. Þá opnar formlega fyrsta laxveiðiáin og er það Þjórsá. Urriðafoss er þekktasti veiðistaðurinn og gaf það svæði ótrúlega veiði í fyrra. Margir veiða eingöngu á maðk í Þjórsá en sífellt fleiri kasta þar flugu og með góðum árangri. Við tökum nú á nýjan leik upp dagskrárliðinn Fluga vikunnar, sem var mjög vinsæll í fyrra. Að venju er það Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu sem miðlar af áratuga reynslu sinni.

„Þó það stefni í vatnsleysi í mörgum ám í sumar eins og staðan er í dag að minnsta kosti, þá vil ég benda mönnum á klettþungar tvívængjur, hnýttar á tungsten rör og með tungsten haus. Þetta val er í tilefni þess að laxveiðisumarið hefst með opnun Urriðafoss í fyrramálið en þar eru flugur sem þessar nauðsynlegar,“ sagði Óli í samtali við Sporðaköst.

Fleiri möguleikar fyrir Tvívængjurnar eru að sjálfsögðu, Ölfusá og Hvítá og Skjálfandafljót svo einhverjar ár séu nefndar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira