Klettþungar tvívængjur fyrir Þjórsá

Klettþungu tvívængjurnar eru fáanlegar í ýmsum litum. Sífellt fleiri kasta ...
Klettþungu tvívængjurnar eru fáanlegar í ýmsum litum. Sífellt fleiri kasta flugu í Þjórsá. Þá eru þessar góður kostur. Ljósmynd/Veiðihornið

Stóri dagurinn er á morgun. Þá opnar formlega fyrsta laxveiðiáin og er það Þjórsá. Urriðafoss er þekktasti veiðistaðurinn og gaf það svæði ótrúlega veiði í fyrra. Margir veiða eingöngu á maðk í Þjórsá en sífellt fleiri kasta þar flugu og með góðum árangri. Við tökum nú á nýjan leik upp dagskrárliðinn Fluga vikunnar, sem var mjög vinsæll í fyrra. Að venju er það Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu sem miðlar af áratuga reynslu sinni.

„Þó það stefni í vatnsleysi í mörgum ám í sumar eins og staðan er í dag að minnsta kosti, þá vil ég benda mönnum á klettþungar tvívængjur, hnýttar á tungsten rör og með tungsten haus. Þetta val er í tilefni þess að laxveiðisumarið hefst með opnun Urriðafoss í fyrramálið en þar eru flugur sem þessar nauðsynlegar,“ sagði Óli í samtali við Sporðaköst.

Fleiri möguleikar fyrir Tvívængjurnar eru að sjálfsögðu, Ölfusá og Hvítá og Skjálfandafljót svo einhverjar ár séu nefndar.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is