Lærðu meira um fluguköst - Myndskeið

Flugukastkennarinn Börkur Smári Kristinsson og veiðihópurinn Villimenn hafa tekið sig saman og ætla að gera í sumar nokkra þætti um fluguköst. Sporðaköst munu frumsýna þessa þætti en þessi fyrsti þáttur er kynning á verkefninu. Börkur Smári hefur áður gert þætti um fluguköst en nú verður þetta tekið skrefinu lengra og veiði blandað inn í þetta. Þeir Elías Pétur og Guðni Hrafn kynna hér verkefnið fyrir okkur. Svo er bara að hafa samband við þá og koma með spurningar. En þá má finna bæði á facebook og snapchat undir merkinu Villimenn. Góða skemmtun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira