Fleiri laxveiðiár opna á næstunni

Maríulaxi landað úr veiðistaðnum Tungufljóti í Laxá í Leirársveit við …
Maríulaxi landað úr veiðistaðnum Tungufljóti í Laxá í Leirársveit við „eðlilegar" aðstæður. ÞGÞ

Laxá í Leirársveit opnaði í morgun og þar eins og annars staðar hafa elstu menn í sveitinni aldrei hafa séð hana svo vatnslausa í opnun.

Að sögn Ólafs Johnsson leigutaka árinnar urðu menn lítið varir við laxa í ánni þegar hún opnaði klukkan sjö í morgun. Veiddu menn frá Laxfossi og niður að sjó og sáu veiðimenn lítið af laxi fyrr en komið var niður í ós.  Þar sáust í svokölluðum Klapparhyl fimm laxar liggja og bíða þess að skríða upp ána þegar skilyrði batna. 

Fram kom að menn hefðu ekki orðið varir við lax í Laxfossi í morgun sem er harla óvenjulegt því yfirleitt geymir hann lax frá opnun og fram á haust. Ekki væri þó ólíklegt að laxinn liggi þar mjög djúpt undir í þessu vatnsleysi enda hefðu menn séð þar laxa fyrir einhverjum dögum síðan.

Ólafur sagðist vera búinn að vera viðloðandi ána í áratugi, fyrst sem leiðsögumaður og svo sem leigutaki um langt árabil og aldrei vatnsleysið með þessum hætti við opnun.

Miðfjarðará, Haffjarðará og Laxá í Kjós opna næstu daga og glíma við sama vandamál og aðrar laxveiðiár landsins.

Einar Sigfússon sem hefur umsjá varðandi Norðurá hafði samband við Sporðaköst og vildi leiðrétta fréttaflutning af tímabundinni lokun á veiðihúsi árinnar.  Ekkert væri til í þeim orðrómi og húsið fullt alla daga.  Veiðimenn sem væru við ána hefðu flestir veitt ána í mörg ár og ættu góðar minningar frá henni frá liðnum árum og standa með henni þó á móti blási um þessar mundir.  Einar sagði að hefði dregið fyrir sólu sem lagaði ástandið þó nokkuð.  Sporðaköst biðja Einar velvirðingar á þessu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira