Smá líf í Borgarfirði

Ngulunhdhul Charlie Pearson, 14 ára af frumbyggja ættum í Ástralíu, …
Ngulunhdhul Charlie Pearson, 14 ára af frumbyggja ættum í Ástralíu, með 88 cm hæng sem veiddist í Brennu á dögunum. Noel Pearson

Veiðin er enn erfið í Borgarfirði og ekki að sjá úrkomu í veðurkortunum fyrir næstu viku.

Hópur erlendra veiðimann sem opnuðu Kjarrá í Borgarfirði lönduðu aðeins einum laxi í fjögra daga veiði. Eitthvað er þó að laxi í ánni sem gengið hefur upp áður vatnsstaðan fór alveg niður í grjót. Veiddu erlendu veiðimennirnir hins vegar ágætlega í silungsveiði sem skipulögð var í kjölfarið og fóru auk þess í Brennu, í ármótunum við Hvítá í Borgarfirði, og lönduðu nokkrum löxum þar.

Íslenskir veiðimenn mættu í Kjarrá í gær og lönduðu þar strax tveimur löxum á fyrstu vakt. Sá fyrri komu úr Réttarhyl og hinn seinni úr Efri Smalastreng sem er ofarlega í ánni. Samkvæmt síðustu fréttum frá Þverá hefur þó aðeins einn lax veiðst í ánni sjálfri.

Sömu sögu er að segja frá Norðurá þar sem veiðst hafa sjö laxar sem allir komu fyrsta morguninn þann 4. júní.

Gísli Ásgeirsson með lax sem hann veiddi við afar erfið …
Gísli Ásgeirsson með lax sem hann veiddi við afar erfið skilyrði í Réttarhyl í Kjarrá síðdegis í gær. Denni
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira