Fín byrjun í Eystri-Rangá

Guðmundur Atli með fallegan lax sem tók Snældu á Hofteigsbreiðu. …
Guðmundur Atli með fallegan lax sem tók Snældu á Hofteigsbreiðu. Græni hatturinn sem hann er með var keyptur í maí og síðan hefur ekki rignt. Hann var beðinn um að henda honum. Hann neitaði því. Ljósmynd/Aðsend

Veiði hófst í Eystri-Rangá í morgun og lofar byrjunin góðu. Sex laxar komu á land og sáust víða fiskar. Til að mynda uppi á veiðisvæði sex. Þá voru menn að missa fiska og sjá hann stökkva.

Þeir laxar sem veiddust í morgun voru á bilinu 74 til 89 sentímetrar; fimm hrygnur og einn hængur. Fjórir veiddust á ásnum en tveir ofar. Guðmundur Atli Ásgeirsson hjá Fly fishing in Iceland annast sölu veiðileyfa í Eystri um þessar mundir og hann sagði í samtali við Sporðaköst að aðstæður væru góðar. „Það er smágrámi í ánni, vottar fyrir snjóbráð og þetta lítur bara vel út.“ Hann sagði Eystri-Rangá vel selda næstu daga en laus leyfi væru einhver síðar í mánuðinum.

Erlendur veiðimaður með einn af fyrstu fiskum sumarsins úr Eystri …
Erlendur veiðimaður með einn af fyrstu fiskum sumarsins úr Eystri Rangá. Eins og sést hafa menn ekki áhyggjur af vatnsleysi á þessum bænum. Ljósmynd/Aðsend

Eystri-Rangá er ekki þjökuð af þeim miklu þurrkum sem gera veiðimönnum víða erfitt fyrir. Báðar Rangárnar treysta á seiðasleppingar og endurheimtur. Þar er ekki veiða-og-sleppa-fyrirkomulag enda lítið sem ekkert um að fiskur hrygni í ánum. Eystri-Rangá hefur oft verið í hópi aflahæstu áa á landinu og þessi byrjun lofar góðu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert