Byrjar vel í Grímsá

Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun.
Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun. hreggnasi

Erlendir veiðimenn opnuðu Grímsá í Borgarfirði í morgun og fór veiði vel af stað á fyrstu vaktinni samkvæmt fyrstu fréttum.

Samkvæmt upplýsingum frá veiðifélaginu Hreggnasa, sem heldur utan um veiðirétt í ánni, þá var sett í níu laxa og var fimm af þeim landað. Laxar veiddust á öllum fjórum svæðum árinnar, einn koma á land úr Efstahyl á svæði fjögur og einn kom á land úr Klöpp sem er á svæði þrjú. Þá komu tveir á land úr Strengjum sem eru á svæði tvö og einn á land úr Langadrætti sem er á neðsta svæðinu. 

Fylgdi sögunni að allir laxarnir voru veiddir á litlar flugur með gáruhnút sem er sérstök aðfer við að láta fluguna skauta á yfirborði árinnar. Sá stærsti sem kom á land í morgun mældist 90 cm á lengdina og kom úr Strengjunum.

Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum.
Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum. hreggnasi
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert