Byrjar vel í Grímsá

Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun.
Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun. hreggnasi

Erlendir veiðimenn opnuðu Grímsá í Borgarfirði í morgun og fór veiði vel af stað á fyrstu vaktinni samkvæmt fyrstu fréttum.

Samkvæmt upplýsingum frá veiðifélaginu Hreggnasa, sem heldur utan um veiðirétt í ánni, þá var sett í níu laxa og var fimm af þeim landað. Laxar veiddust á öllum fjórum svæðum árinnar, einn koma á land úr Efstahyl á svæði fjögur og einn kom á land úr Klöpp sem er á svæði þrjú. Þá komu tveir á land úr Strengjum sem eru á svæði tvö og einn á land úr Langadrætti sem er á neðsta svæðinu. 

Fylgdi sögunni að allir laxarnir voru veiddir á litlar flugur með gáruhnút sem er sérstök aðfer við að láta fluguna skauta á yfirborði árinnar. Sá stærsti sem kom á land í morgun mældist 90 cm á lengdina og kom úr Strengjunum.

Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum.
Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum. hreggnasi
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is