Byrjar vel í Grímsá

Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun.
Glímt við lax í Strengjunum í Grímsá í morgun. hreggnasi

Erlendir veiðimenn opnuðu Grímsá í Borgarfirði í morgun og fór veiði vel af stað á fyrstu vaktinni samkvæmt fyrstu fréttum.

Samkvæmt upplýsingum frá veiðifélaginu Hreggnasa, sem heldur utan um veiðirétt í ánni, þá var sett í níu laxa og var fimm af þeim landað. Laxar veiddust á öllum fjórum svæðum árinnar, einn koma á land úr Efstahyl á svæði fjögur og einn kom á land úr Klöpp sem er á svæði þrjú. Þá komu tveir á land úr Strengjum sem eru á svæði tvö og einn á land úr Langadrætti sem er á neðsta svæðinu. 

Fylgdi sögunni að allir laxarnir voru veiddir á litlar flugur með gáruhnút sem er sérstök aðfer við að láta fluguna skauta á yfirborði árinnar. Sá stærsti sem kom á land í morgun mældist 90 cm á lengdina og kom úr Strengjunum.

Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum.
Breskur veiðimaður hampar stórlaxi sem veiddur var í Strengjunum. hreggnasi
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira