Segja ekkert óljóst um Reykjadalsá

Giljafoss, efsti veiðistaður í Reykjadalsá.
Giljafoss, efsti veiðistaður í Reykjadalsá. Snorrastofa

Að sögn Harðar Guðmundssonar að Grímstöðum II í Reykholtsdal, og formanni Fiskiræktar og veiðifélags Reykjadalsár í Borgarfirði, þá er ekkert óljóst varðandi sölu veiðileyfa í ánni í sumar. Sýslumaður hefur hafnað kröfu Stangveiðifélags Keflavíkur (SVFK) um lögbann á sölu veiðileyfa af hendi veiðifélagsins.

Hörður segir að Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár hafi verið í góðu samstarfi við SVFK um árabil, en upp frá þeim degi sem SVFK var gert ljóst að óánægja væri á meðal félagsmanna um gerð samninga sem var undirritaður vorið 2018 hefur annað verið upp á teningnum.

Það er ljóst að stjórn Fiskræktar og veiðifélagi Reykjadalsár var gert að ganga til samninga við SVFK þá var það ekki á þeirra valdi að undirrita þann samning án samþykki félagsmanna, þar sem að í samþykktum félagsins segir í 4 grein „Verkefni félagsins er að viðhalda góðri fiskgengs á félagssæðinu og stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Félagið tekur til allrar veiði á félagssvæðinu og ráðstafar henni í samræmi við samþykkt félagsfundar (til að slík framkvæms nái fram að ganga þarf atkvæði 2/3 fundarmanna og skal geta þess í fundarboði að slík ákvörðun liggi fyrir fundinum)“.

Ljóst sé að ekki var boðað rétt til aðalfunar 25. apríl , og vegna þess var boðað til annars fundar 18. maí, en ekki tókst stjórn Fiskræktar og veiðifélagi Reykjadalsár betur til þá en með ákvörðun Fiskistofu, dags. 15. janúar 2019, voru ákvarðanir um ráðstöfun á veiði í Reykjadalsá ógiltar og felldar úr gildi. Grundvallaðist ákvörðun Fiskistofu á því að leigusamningur, dags. 3. apríl 2018, hefði ekki lotið lögmætri málsmeðferð fyrir undirritun hans 3. apríl 2018 né á aðalfundi veiðifélagsins 25. apríl eða 18. maí 2018. Leigusamningurinn væri því ekki skuldbindandi gagnvart veiðiréttarhöfum í veiðifélaginu. Þá var það ákvörðun Fiskistofu að samningurinn væri ólögmætur og hann felldur úr gildi.

Eftir að formannaskipti urðu hjá Fiskræktar og veiðifélagi Reykjadalsár var SVFK gert grein fyrir því að hluti félagsmann efuðust um lögmæti samningsins og gerðu athugasemdir við hann, félagsmenn höfðu ekki séð hann áður en hann var undirritaður 3 apríl 2018.

SVFK er gert ljóst að félagsmenn áætli að kæra samninginn til Fiskistofu og gerði SVFK Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár strax ljóst að þetta skildu þeir ekki láta bjóða sér og þeir myndi fara í hart við okkur á móti. Formaður er vitanlega í samskiptum við SVFK vorið 2018 og er þá boði þeirra um „einhverja hundraðþúsundkalla á ári“ til viðbótar við umsamda leigugreiðslu hafnað af Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár og að sama skapi hafnar SVFK beiðni Fiskræktar og veiðifélags Reykjadalsár um að samningur sé styttur í 3 ár úr 5 árum. SVFK mætir ekki á boðaðan fund Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár þar sem ræða átti málin, og kenna um óskýrmæltum fundarboðum í síma. Krafa Fiskræktar og veiðifélags Reykjadalsár um áframhaldandi gott samstarf var alltaf sú að félagsmenn sættust á samningin eins og hann var undirritaður, ef hann yrði styttur í 3 ár í stað 5, ekki að leigan yrði hækkuð um einhverja hundraðþúsundkalla á ár. Þessi stytting á samningnum kom alls ekki til greina hjá SVFK.

Kæra til Fiskistofu berst 3 júlí, og er það tilkynnt SVFK sem þá er einnig gert ljóst að Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár muni ekki aðhafast meira í málinu fyrr en úrskurður Fiskistofu væri ljós. SVFK er sannarlega með Reykjadalsá á leigu árið 2018 og þáði Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár umsamdar greiðslur fyrir árið 2018. Úrskurður Fiskistofu berst ekki fyrr en í janúar 2019 og hefur Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár ekki þegið aðrar eða frekari greiðslur frá SVFK, og hafa endurgreitt SVFK greiðslu sem þeir reiða af hendi í maí 2019, vitandi það að Fiskistofa hafi úrskurðar umræddan samning ógildan.

Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár heldur félagsfund 7. febrúar 2019, til að ræða úrskurð Fiskistofu og er þá samþykkt af félagsmönnum að lúta úrskurði Fiskistofu og að ekki skuli samið frekar við SVFK. Félagsmenn Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár vita fyrir víst að SVFK hafði á þeim tíma ekki hafið sölu á veiðileyfum í Reykjadalsá og birtir SVFK frétt um forúthlutun veiðileyfa 7. mars á heimasíðu sinni. Telur Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár að SVFK fari með rangt mál þegar þeir segjast vera búnir að selja öll veiðileyfi fyrir áramót 2018/2019. Raunin sé að þeirra sala fór ekki af stað fyrr en eftir að úrskurður Fiskistofu og ákvörðun Fiskræktar og veiðifélag Reykjadalsár lá fyrir og eru uppi bollaleggingar um að hér hafi SVFK verið að búa sér til tap til að hafa meira að sækja á Fiskræktar og veiðifélagi Reykjadalsár.

Ljóst er lítið er til að skriflegum heimildum um samskipi félagana á milli og samskipi sem fram hafa farið á milli forsvarsmanna hafa farið fram nær eingöngu í síma. Ætlum við Fiskræktar og veiðifélagi Reykjadalsár okkur ekki út í frekari munnhögg við SVFK varðandi þetta mál og bíðum úrskurðar stefnu sem vonandi verður tekin fyrir sem fyrst.

Hörður sagði að lokum að sala veiðileyfa fyrir sumarið gengi mjög vel enda hefði veiðst þar nokkuð vel síðustu sumur. Þeir sem áhuga hefðu að kanna með lausa daga í sumar gætu sent tölvupóst á reykjadalsa@hotmail.com.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert