Fór vel af stað í Elliðaánum

Gylfi Magnússon prófessor með 89 cm úr Elliðaánum í morgun.
Gylfi Magnússon prófessor með 89 cm úr Elliðaánum í morgun. svfr

Sex laxar til viðbótar voru komnir á land klukkan 10:30 í morgun eftir ađ Helga Steffensen, Reykjavíkingur ársins, hafði landað fyrsta laxinum úr Sjávarfossi. Athygli vakti hvað mikið af stórlaxi kom á land.

Á eftir Helgu renndi Dagur B Eggertsson borgarstjóri í fossinn og ekki leið á löngu að fiskur gleypti maðkinn og tók það borgarstjórann aðeins örfáar mínútur að landa vænum 83 cm stórlaxi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, var næst og það fór á sömu leið og hún landaði sínum 80 cm laxi fljótt og vel.

Þá fèkk Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar fallegan 88 cm stórlax og Gylfi Magnússon landaði skömmu síðar 89 cm laxi.

Af níu veiddum löxum voru sjö þeirra tveggja ára, 76 til 89 cm og er það mjög óvenjulegt í Elliðaánum þar sem uppistaðan er smálax í miklum meirihluta.

Þá missti Ásgeir Heiðar,  umsjónarmaður með ánum, einn þann  stærsta  sem hann kveðst nokkru sinni hafa séð í ánum.  Var það í Teljarastreng og lét Ásgeir hafa eftir sér að yfir meterslax hafi verið um að ræða. Ásgeir kvaðst hafa séð laxinn mjög vel sem stökk tvisvar rétt hjá sér.  Ásgeir var með með flugu og léttar græjur og tíu punda taum og náði ekki fylgja laxinum fæst eftir þegar hann tók á rás niður ána og sleit tauminn.

Fjölmenni var við athöfnina og létu gamlir félagsmenn í Stangveiðifélaginu hafa eftir sér að þeir myndu ekki eftir öðrum eins fjölda viðstaddan opnun.

Borgarstjóri með 83 cm hæng úr Sjávarfossi.
Borgarstjóri með 83 cm hæng úr Sjávarfossi. svfr
Forseti borgarstjórnar með 80 lax úr Sjávarfossi.
Forseti borgarstjórnar með 80 lax úr Sjávarfossi. svfr
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert