Góðar byrjun í Víðidal og Rangá ytri

Olaf Furre með fallegan tveggja ára lax af Rangárflúðum.
Olaf Furre með fallegan tveggja ára lax af Rangárflúðum. Ljósmynd/JH

Laxveiðiárnar opna nú hver af annari. Ytri Rangá tók vel á móti fyrstu veiðimönnum í morgun og var níu löxum landað á fyrstu vaktinni. Flestir tóku þeir litlar HKA-Sunray flugur. Mest líf var á Rangárflúðum en þar landaði Olaf Furre leigutaki fimm löxum í morgun.

„Þetta var afskaplega ljúft hjá okkur, víða fiskur og glampandi sól. Hann tekur mjög vel í sólinni í Ytri Rangá,“ sagði Jóhannes Hinriksson framkvæmdastjóri leigutaka í samtali við Sporðaköst. Þá voru fiskar að veiðast á svæðunum fyrir neðan og ber það vitni um að lax er í göngu. Þrír af þeim níu löxum sem veiddust voru smálaxar og er hann að mæta mjög snemma þetta árið.

Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með lax úr veiðistaðnum Þorra í Víðidalsá.
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson með lax úr veiðistaðnum Þorra í Víðidalsá. Ljósmynd/ES

Fjórir á fyrstu vakt í Víðidal

Í Víðidalsá og Fitjá var einnig byrjað að veiða í morgun. Veitt er á átta stangir og var fjórum löxum landað og nokkrir misstust. Fyrsta laxinn veiddist í Kerinu í Fitjá snemma í morgun. Þá veiddust tveir á neðsta svæðinu í veiðistaðnum Þorra. Fjórði fiskurinn veiddist í Ármótum. Flugurnar sem voru að gefa voru Black Brahan, Hitch, og Sunray.

Aðstæður í Víðidalnum er um margt erfiðar sérstaklega vegna vatnsleysi. Þó hafa rigningar síðustu daga aðeins lagað ástandið. Stærsti fiskurinn í morgun mældist 82 sentímetrar og voru hinir fiskarnir áþekkir.

Veiði hefst í Vatnsdalsá síðar í dag.

Elvar Örn Unnsteinsson tekst á við fallegan lax í Ármótum …
Elvar Örn Unnsteinsson tekst á við fallegan lax í Ármótum í morgun. Elvar Örn hafi betur en fiskurinn fékk frelsi á nýjan leik. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert