Bingó í Brennunni

Ingólfur Ásgeirsson leigutaki er afskaplega ánægður með stöðuna í Brennunni. …
Ingólfur Ásgeirsson leigutaki er afskaplega ánægður með stöðuna í Brennunni. Hann bíður í ofvæni eftir rigningu. Sigurjón Sigurjónsson

Hörkugóð veiði hefur verið í Brennunni í Borgarfirði, síðustu daga. 28 löxum hefur verið landað á svæðinu síðustu fimm vaktir, eða í tvo og hálfan dag. Þetta eru langþráðar fréttir og færa sönnur á það að fiskur er að mæta og það er fyrst og fremst vatnsleysi sem kemur í veg fyrir að hann gangi upp.

Einn af mörgum stórlöxum úr Brennunni sem veiðst hafa síðustu …
Einn af mörgum stórlöxum úr Brennunni sem veiðst hafa síðustu daga. Ljósmynd/Aðsend

Nánast allir laxarnir sem veiddust í Brennunni eru tveggja ára fiskar úr sjó og virkilega vel haldnir. „Öllum þessum fiski var sleppt og það voru bara örfáir smálaxar í þessu. Mér finnst hins vegar bestu fréttirnar í þessu vera að þarna sést svo áþreifanlega hversu stórlaxinn er að sækja í sig veðrið hér í Borgarfirðinum,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson leigutaki.

Ingólfur segir að mjög mikið sé af laxi á svæðinu og viðbúið að hann gangi af stað um leið og fer að rigna og vatnsborð hækkar.

Sökum vatnsleysis er afar dræm veiði í mörgum af helstu laxveiðiám landsins. Það ástand mun ekki lagast fyrr en hressileg rigning lætur sjá sig.

Brennan er neðsta svæðið í Þverá, þar sem hún rennur út í Hvítá. Veitt er á þrjár stangir í Brennunni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira