Áður byrjað illa, en svo endað vel

Hallgrímur H. Gunnarsson með 92 cm grálúsuga hrygnu sem hann …
Hallgrímur H. Gunnarsson með 92 cm grálúsuga hrygnu sem hann veiddi á dögunum í áramótum Þverár og Hvítá í Borgarfirði sem er einnig kölluð Brennan. Hrygnan stóra tók Green But nr. 12. Óttar Finnsson

Ljóst er að laxveiðitímabilið í bergvatnsánum í Borgarfirði í upphafi tímabilsins er án fordæma hvað vatnsleysi og litla laxagegnd varðar. Þó má hafa í huga að áður hefur veiði verið dræm í þessum ám í upphafi vertíðar en svo ræst úr svo um munar.

Sólríkir heiðskýrir dagar með úrkomuleysi og þrálátum norðanáttum hafa gert ástandið afskaplega erfitt þannig að í tveimur af bestu laxveiðiám landsins, Norðurá og Þverá/Kjarrá í Borgarfirði, hefur lítið veiðst fyrstu rúmu tvær vikur veiðitímabilsins.

Landssamband veiðifélaga minnti á það á vefsíðu sinni á fimmtudaginn að gott sé að hafa í huga að oft hefur laxveiði farið misvel af stað í gegnum árin en svo hafi ræst úr og nefndi dæmi um slíkt.

Sem dæmi um Þverá/Kjarrá má  nefna ađ árið 2006 þá höfðu aðeins veiðst 63 laxar á svipuðum tíma og núna. Lokatalan það árið varð hins vegar 2176 laxar.

Árið 2007 á höfðu einungis veiðst 14 laxar á svipuðum tíma og veiði fór ekki að glæðast fyrr en upp úr annarri viku júlí mánaðar og lokatalan það ár var 2435 laxar.

Til að setja þetta í betra samhengi þá var meðalveiði áranna frá 1974 til ársins 2008 í Þverá/Kjarrá 1959 laxar.

Varðandi Norðurá höfðu á svipuðum tíma árið 2007 veiðst 45 laxar en lokatalan það sumarið endaði í 1456 löxum sem er rétt undir meðalveiði sem er um 1570 laxar.

Á svipuðum tíma árið 2008 höfðu í Norðurá veiðst 68 laxar en veiðin endaði í alls 3307 löxum eða sem nemur 1737 löxum umfram meðalveiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.

Skoða meira