Alda og Brá fyrir bjarta daga

Alda er þflug fluga í silung og hefur oft gefið …
Alda er þflug fluga í silung og hefur oft gefið góða veiði í veiðivötnum. Litaafbrigðin eru mörg. Ljósmynd/Veiðihornið

Flugur vikunnar að þessu sinni taka mið af aðstæðum í laxveiðinni og svo er hér ein mögnuð fyrir silunginn.

Alda hefur um árabil verið ein fengsælasta flugan í Veiðivötnum.  Alda er fáanleg í nokkrum litaafbrigðum og erfitt að gera upp á milli því allar veiða þær vel. Þetta er ein af þeim flugum sem er mjög skynsamlegt að vera með í boxinu þegar farið er inn á hálendið í silung.

Brá fyrir bjarta daga og í vatnsleysi. Ef ekkert virkar …
Brá fyrir bjarta daga og í vatnsleysi. Ef ekkert virkar er Brá einn af möguleikunum sem vert er að prófa. Ljósmynd/Veiðihornið

Brá fyrir bjarta daga

Brá er að öðrum flugum ólöstuðum besta fluga í lax á björtum dögum.  Nú þegar vatn er afar lítið og dagar bjartir er ekki úr vegi að kasta agnarsmárri Brá í stærðum 16 og 18.  „Það er einfaldlega bannað að fara í laxveiði þessa dagana án þess að taka  leynivopnið, Brá með sér,“ segir Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu þegar hann tilkynnti um val á flugum vikunnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira