Fer rólega af stað í Hofsá

Jónas Jónasson hampar fyrsta laxinum úr Hofsá í sumar við …
Jónas Jónasson hampar fyrsta laxinum úr Hofsá í sumar við Efri-Foss. Ljósmynd/Aðsend

Hofsá í Vopnafirði opnaði í morgun þremur dögum fyrr en venja hefur verið fyrir síðustu árin. Veiðin var róleg þennan fyrsta dag.

Að sögn Jóns Magnús­ar Sig­urðsson­ar á Ein­ars­stöðum og for­manns veiðifé­lags ár­inn­ar veiddist einn lax í morgun og var það 83 cm hrygna úr Efri-Fossi sem tók Sunray Shadow-túpu hjá Jónas Jónassyni fiskifræðingi.

Því til viðbótar hefðu menn sett í lax í Lindinni á svæði þrjú og svo ítrekað reist stóran lax í Öskumelshyl sem er á neðsta svæði laxasvæðisins.

Eftir hádegið kom enginn lax á land en einhver dreki slapp eftir langan barning í Brúarhyl og svo reistu menn laxa í Nethyl. 

Jón sagði að veitt væri á fjórar stangir fyrstu dagana og nú opnaði þremur dögum fyrr en venja hefur verið síðustu árin. Lax gengi að jafnaði fremur seint í ána og það muni um hvern dag. Ljóst er þó að eitthvað er komið af laxi í ána og sagðist Jón hafa séð að minnsta kosti fjóra liggja í Efri-Fossi í gær þegar hann var að lagfæra við ána. 

Selá í næsta ná­grenni opn­ar svo næstkomandi laugardag en þar sáu menn fyrstu laxana undir lok maí í Selárfossi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.

Skoða meira