Ölfusá opnaði í morgun

Viktor Óskarsson með 5 kg lax frá því í morgun.
Viktor Óskarsson með 5 kg lax frá því í morgun. svfs.is

Félagsmenn í Stangveiðifélagi Selfoss opnuðu veiðisvæði sitt við Ölfusá í morgun. Veiði fór  ágætlega af stað.

Samkvæmt fyrstu upplýsingum þaðan komu fjórir laxar á land fram að hádegi og allavega fimm losnuðu af í löndun. Laxarnir veiddust bæði á maðk og flugu.

Veiðisvæðið sem um ræðir fara fram fyrir landi jarðana Fossnes og Hellis sem er þar sem áin rennur í gegnum bæjarfélagið.

Fyrir neðan Ölfusárbrúnna er Fossnes og þar veiða menn á veiðistað sem heitir Víkin og á Pallinum svokölluðum við heldur óhefðbundnar aðstæður sökum mikils straumþunga. Menn standa þá einkum upp á tilbúum palli og veiða mest á „aðferðina“ svokölluðu, en þá blýsakka er sett á sérstakan taum en maðkur eða túpa er á öðrum taum sem er heldur lengri.

Ofan brúar er fyrir landi Hellis og þar eru nokkrir veiðistaðir. Sá sem mest er stundaður er kallaður Miðsvæði sem er alllangur veiðistaður. Efst er talsvert stór breiða þar sem ekki er mjög straumþungt  og því kjörin staður til fluguveiði, en neðst rennur áin í meiri þrengingu og steypist þar ofan í mikla gjá og mikil ferð á agninu. Þá eru nokkrir fleiri staðir þar fyrir ofan og neðan sem gefið hafa laxa í gegnum tíðina.

Meðalveiði í gegnum árin er um 220 laxar.  Ekki liggur fyrir hvað veiddist sumarið 2018 en sumarið 2017 komu þar 146 laxar á land en voru 254 árinu áður.

Bogi Karlsson með 2,5 kg lax frá því í morgun.
Bogi Karlsson með 2,5 kg lax frá því í morgun. svfs.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira