Fyrsta tröllið á land í Nesi

Atli með hrygnuna skömmu áður hann sleppir henni við Grástraum …
Atli með hrygnuna skömmu áður hann sleppir henni við Grástraum í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt fréttum frá Nesi í Aðaldal kom fyrsti stórlaxinn á land þar í morgun.

Það var Atli Bjarnason sem veiddi 108 cm hrygnu í Efri Grástraum á 1/4 tommu grænan Frigga sem landað var eftir 45 mínútna baráttu. Hrygnan stóra var vigtuð í háfnum og reyndist vera 12,3 kíló eða um 27 ensk pund (lbs.).

Atli var með leiðsögumann við höndina og var það Hilmar Þór Árnason 15 ára sem var einmitt á sinni fyrstu vakt sem slíkur.  Atli er þó enginn nýgræðingur þrátt fyrir ungan aldur endar býr hann að Nesi í Aðaldal og alinn upp á bökkunum árinnar af föður sínum, Árna Pétur Hilmarssyni sem er rekstraraðili Nes svæðisins.

Í samtali við Morgunblaðið síðastliðið sumar sagði Hilmar Þór: „Ég stefni mjög ákveðið að því að verða leiðsögumaður og fæ mjög oft að vera með pabba þegar hann er í leiðsögn. Það er al­veg á hreinu að ég ætla að verða leiðsögumaður hér við Laxá.“

Ferilinn byrjar því einkar glæsilega hjá þessum unga leiðsögumanni.

Atli og Hilmar með hrygnuna stóru við Grástraum í morgun.
Atli og Hilmar með hrygnuna stóru við Grástraum í morgun. Ljósmynd/Aðsend
Atli glímir við laxinn.
Atli glímir við laxinn. Ljósmynd/Aðsend
Hrygnan mæld að lokinni löndun.
Hrygnan mæld að lokinni löndun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert