Neðri hlutinn opnar í Stóru Laxá

Fallegur lax úr Stuðlastrengir í morgun.
Fallegur lax úr Stuðlastrengir í morgun. Árni Baldursson

Stórveiðimaðurinn Árni Baldursson opnaði neðri hlutann af Stóru Laxá í Hreppum í morgun en hann er jafnframt leigutaki af henni. Árni lét hafa eftir sér að honum hefði illa litist á blikuna þegar hann sá hvað áin var ferlega vatnslítil og langt undir meðal rennsli.

Fór hann víða um svæðið og á flesta staði í alla morgun og varð lítið var við lax og var við það að gefast upp og á leið aftur upp í veiðihús.  Á leiðinni í veiðihúsið ákvað hann þó að kíkja við í veiðistaðnum Stuðlastrengir sem ekki er langt þar frá.  Skreið hann varlega fram á háan bakka við hylinn og kom þá í ljós að hylurinn var fullur af laxi.

Tökugleðin í laxinum var í réttu hlutfalli við fjölda þeirra því það sem eftir lifði fram að hádegi landaði Árni fimm löxum og misst marga. 

Fjórða og efsta svæðið í Stóru Laxá opnaði síðastliðinn fimmtudag og komu tveir á fyrstu vaktinni, einn af  Pallinum við Hólmahyl og hinn úr Flatabúð. Misstust tveir laxar til viðbótar og sáust laxar á nokkrum stöðum. 

Fallegur hængur sem komu á landu úr Stuðlastrengjum í morgun.
Fallegur hængur sem komu á landu úr Stuðlastrengjum í morgun. Árni Baldursson
Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is