Neðri hlutinn opnar í Stóru Laxá

Fallegur lax úr Stuðlastrengir í morgun.
Fallegur lax úr Stuðlastrengir í morgun. Árni Baldursson

Stórveiðimaðurinn Árni Baldursson opnaði neðri hlutann af Stóru Laxá í Hreppum í morgun en hann er jafnframt leigutaki af henni. Árni lét hafa eftir sér að honum hefði illa litist á blikuna þegar hann sá hvað áin var ferlega vatnslítil og langt undir meðal rennsli.

Fór hann víða um svæðið og á flesta staði í alla morgun og varð lítið var við lax og var við það að gefast upp og á leið aftur upp í veiðihús.  Á leiðinni í veiðihúsið ákvað hann þó að kíkja við í veiðistaðnum Stuðlastrengir sem ekki er langt þar frá.  Skreið hann varlega fram á háan bakka við hylinn og kom þá í ljós að hylurinn var fullur af laxi.

Tökugleðin í laxinum var í réttu hlutfalli við fjölda þeirra því það sem eftir lifði fram að hádegi landaði Árni fimm löxum og misst marga. 

Fjórða og efsta svæðið í Stóru Laxá opnaði síðastliðinn fimmtudag og komu tveir á fyrstu vaktinni, einn af  Pallinum við Hólmahyl og hinn úr Flatabúð. Misstust tveir laxar til viðbótar og sáust laxar á nokkrum stöðum. 

Fallegur hængur sem komu á landu úr Stuðlastrengjum í morgun.
Fallegur hængur sem komu á landu úr Stuðlastrengjum í morgun. Árni Baldursson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert