Ágætur gangur í Jöklu

Stóri hængurinn úr Klapparhyl í Jöklu í gær.
Stóri hængurinn úr Klapparhyl í Jöklu í gær. strengir

Samkvæmt upplýsingum austan frá Jökuldal þá hefur verið ágætis gangur í veiðinni í Jöklu frá því hún opnaði þann 1. júlí.

Í gær komu 8 laxar á land úr Jöklu sjálfri og voru þeir flestir vænir. Stærstur var 94 cm hængur úr Klapparhyl.

Hingað til hafa flestir laxarnir verið að veiðast í Hólaflúð en í gær sló inn svæðið í kringum hliðarána Laxá.

Skilyrði í Jöklu eru góð, frábært vatn og segja leigutakar að það stefni í góðan júlímánuð.

Jöklusvæðið gaf 487 laxa sumarið 2018 og telja kunnugir að veiðin hefði orðið hefði mun meiri ef Jökla sjálf hafi ekki farið óvenjulega snemma á yfirfall í byrjun ágúst.

Venjulega fer Jökla á yfirfall þegar komið er fram í september þegar að Hálslón upp við Kárahnjúka fyllist og þá verður erfiðara að veiða Jöklu og veiðin færist þá að mestu í hliðarárnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert